Slökkviliðsmenn mótmæla bólusetningarkröfu

Í New York eru 40 prósent slökkviliðsmanna óbólusettur en frá …
Í New York eru 40 prósent slökkviliðsmanna óbólusettur en frá og með 1. nóvember verða óbólusettir opinberir starfsmenn settir í launalaust leyfi. AFP

Slökkviliðsmenn í New York sem eru andvígir bólusetningum héldu út á göturnar í dag til að mótmæla kröfum borgaryfirvalda um að opinberir starfsmenn verði að láta bólusetja sig. Þannig eiga þeir, sem ekki vilja gangast undir bólusetningu gegn Covid-19, hættu á að missa vinnuna. 

Þúsundir opinberra starfsmanna, að megninu til slökkviliðsmenn, gengu yfir Brooklyn brúnna til Manhattan og báru skilti með skilaboðum á borð við: „Spyrjum við um ykkar bólusetningarstöðu þegar þið hringið á neyðarlínuna?“ og „Ómissandi í gær, atvinnulaus í dag.“

Hetjur síðustu ára, atvinnuleysingar þessa árs
Hetjur síðustu ára, atvinnuleysingar þessa árs AFP
Kröfugangan samanstóð af þúsundum opinberra starfsmanna sem lögðu leið sína …
Kröfugangan samanstóð af þúsundum opinberra starfsmanna sem lögðu leið sína yfir Brooklyn brúnna. AFP

Margir klæddust stuttermabolum með númer stöðvarinnar sem þeir tilheyra og nöfnum heitinna samstarfsmanna sem létust við störf þegar tvíburaturnarnir hrundu þann 9. september 2001. 

Frá og með 1. nóvember verða allir opinberir starfsmenn í New York, sem ekki geta sýnt fram á bólusetningarvottorð, sendir í launalaust leyfi uns þeir hafa þegið bólusetningu. Undantekningar verða einungis gerðar ef ástæðan er af læknisfræðilegum eða trúarlegum toga.

Aðeins 60 prósent slökkviliðsmanna bólusettir

Af slökkviliðsmönnum borgarinnar hafa einungis sextíu prósent þegið bólusetningu en það er talsvert lægra hlutfall en almennt má sjá í borginni þar sem 84 prósent fullorðinna eru bólusettir. 

Til viðbótar við kröfuna hafa borgaryfirvöld einnig gefið út að þeir sem láta bólusetja sig fyrir þann 29. október, fá kaupaukagreiðslu upp á 500 Bandaríkjadali. 

Þá hafa samtök lögreglumanna í New York lagt fram kæru á hendur borgaryfirvöldum vegna ákvörðunarinnar. 

Útlit er fyrir að talsverð fækkun verði í slökkviliðum New …
Útlit er fyrir að talsverð fækkun verði í slökkviliðum New York borgar frá og með 1. nóvember. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert