200 milljónir fyrir Jordan-skó

Körfuboltaskór sem NBA-stjarnan fyrrverandi Michael Jordan klæddist snemma á ferlinum seldust á tæpar 1,5 milljónir dala, eða um 200 milljónir króna, á uppboði.

Um metupphæð er að ræða fyrir notaða íþróttaskó, að sögn uppboðshaldarans Sotheby´s.

Nike-skórnir eru úr hvítu leðri með rauðum sóla. Jordan klæddist þeim í fimmta leiknum á sínu fyrsta tímabili með Chicago Bulls á sama tíma og vörumerki hans hjá fyrirtækinu var að taka á loft, bæði innan sem utan vallar.  

mbl.is