Danska sendiráðið aðstoðar Íslendinga í neyð

Frá Eþíópíu.
Frá Eþíópíu. AFP

Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga í Eþíópíu um að virða tilmæli og lokanir yfirvalda og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum vegna átaka þar í landi. 

Danska sendiráðið í Eþíópíu aðstoðar Íslendinga í neyð, samkvæmt Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins. Þá eru Íslendingar á staðnum hvattir til að skrá sig hjá Dönum og fylgjast með þeirra ferðaráðum. 

Í færslunni er einnig bent á neyðarnúmer borgaraþjónustunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert