Frakkar heimila aftur flug frá Suður-Afríku

Mörg lönd hafa hert aðgerðir við landamæri sín í kjölfar …
Mörg lönd hafa hert aðgerðir við landamæri sín í kjölfar frétta af nýju afbrigði kórónuveirunnar. AFP

Frakkar stefna að því að heimila aftur flug frá Suður-Afríku á laugardag eftir að hafa lagt bann við því vegna Ómíkron-afbrigðisins.

Flugin verða þó miklum takmörkum háð en eingöngu farþegum frá Frakklandi og Evrópusambandinu verður hleypt í landið, auk diplómata og þeirra sem tilheyra flugáhöfninni.

Þá verða farþegarnir einnig að fara í skimun við lendingu og sæta sjö daga sóttkví, þó svo að niðurstaðan úr Covid-prófinu reynist neikvæð. Þeir sem greinast jákvæðir fyrir veirunni verður gert að sæta 10 daga sóttkví.

Fjöldi landa hert aðgerðir við landamæri

Í kjölfar frétta af nýju afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, hefur fjöldi landa hert aðgerðir við landamæri sín. Afbrigðið greindist fyrst í Suður-Afríku og náði þó nokkurri útbreiðslu um sunnanverða Afríku áður en það barst til Evrópu og Asíu. Hafa því takmarkanir á flugumferð fyrst og fremst beinst að þeim heimshluta.

Cyr­il Ramap­hosa forseti Suður-Afríku hefur fordæmt ferðatakmarkanirnar sem beinast gegn landi hans og telur þær óréttmætar.

mbl.is