Mæla gegn notkun Johnson & Johnson

Sérfræðinganefnd Sótt­varna­stofn­unar Banda­ríkj­anna mælir gegn notkun bóluefnis Johnson & Johnson.
Sérfræðinganefnd Sótt­varna­stofn­unar Banda­ríkj­anna mælir gegn notkun bóluefnis Johnson & Johnson. AFP

Sérfræðinganefnd Sótt­varna­stofn­unar Banda­ríkj­anna (CDC) mælir með því að nota önnur Covid-bóluefni en Johnson & Johnson. Nefndin segir sífellt fleiri vísbendingar benda til þess að bóluefnið valdi sjaldgæfum blóðtappa sem hefur valdið að minnsta kosti níu dauðsföllum á síðasta ári.

New York Times greinir frá.

Gögn sem lögð voru fyrir nefndina í dag benda til þess að meiri hætta sé á blóðtappa við notkun bóluefnisins en áður hafði verið tilkynnt um.

Nokkrir nefndarmenn lýstu þeirri von að hægt væri að gera undantekningar í þeim tilvikum þar sem fólk hefur ekki aðgang að bóluefnum Moderna eða Pfizer-BioNTech eða vill fá Johnson & Johnson bóluefni þrátt fyrir að vera upplýst um aukna hættu þess.

Sótt­varna­stofn­un Banda­ríkj­anna á eftir að ákveða hvort hún samþykki tilmæli nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert