Flaug óvænt til fundar með Pútín

Forsætisráðherrann flaug til Moskvu í dag.
Forsætisráðherrann flaug til Moskvu í dag. AFP

Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, er í Moskvu þar sem hann á í viðræðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kreml, en í umfjöllun dagblaðsins Jerusalem Post segir að misvísandi fregnir hafi áður borist af ferð leiðtogans, þ.e. hvort hann sé á leið til Rússlands eða hvort hann sé þegar kominn þangað til að ræða við Pútín.

Bennett hafði ekkert gefið út um fyrirhugaða heimsókn sína áður en hann kom til Moskvu.

Ráðherrann mun hafa tekið þá „óvenjulegu“ ákvörðun að fljúga úr landi á sabbatinu, hvíldardegi gyðingdóms, að því er heimildir ísraelska miðilsins N12 herma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert