Hafa náð helmingi Severódónetsk til baka

Íbúar Severódónetsk fela sig í kjöllörum á meðan sprengjur dynja …
Íbúar Severódónetsk fela sig í kjöllörum á meðan sprengjur dynja á borginni. AFP

Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst því yfir að hersveitir þeirra stjórni nú um helming af Severódónetsk. Úkraínumenn hafa veitt sókn Rússa í borginni mikla mótspyrnu síðustu daga. Hún er sögð vera lykilborg þegar kemur að baráttunni um Donbass-svæðið í Austur-Úkraínu. 

„Hersveitir okkar hafa hreinsað helminginn,“ af iðnaðarborginni af rússneskum hermönnum, sagði Sergei Gaídai, ríkisstjóri í Lúgansk í viðtali sem sett var á samfélagsmiðla hans. „Helmingur borgarinnar er undir stjórn okkar hersveita,“ hélt hann áfram. 

Gaídai segirst eiga von á harðri sókn Rússa áfram vegna stöðunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert