Dómurinn stórt högg fyrir mannréttindi

Michelle Bachelet segir dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna vera högg fyrir mannréttindi.
Michelle Bachelet segir dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna vera högg fyrir mannréttindi. AFP/Fabrice Coffrini

Ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að afnema réttinn til þungunarrofs, er stórt högg fyrir mannréttindi kvenna, að sögn Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. 

„Aðgangur að öruggum, löglegum og skilvirkum fóstureyðingum á sterkar rætur í alþjóðleg mannréttindalög, og er kjarninn í sjálfræði kvenna og stúlkna og möguleikanum að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líkama og líf,“ sagði í yfirlýsingu Bachelet.

Fyrr í dag féll dómur í Hæstarétt Bandaríkjanna þar sem nærri hálfrar aldar gömlu dómafordæmi Roe gegn Wade var snúið við. Hefur dómurinn þá þýðingu að ein­stök ríki geta sjálf valið að leyfa eða leggja bann við þung­un­ar­rofi.

Niðurstaðan hefur vakið upp mikla reiði víða í Bandaríkjunum en Joe Biden Bandaríkjaforsetinn sagði daginn í dag vera sorgardag fyrir þjóðina. Taldi hann dóminn stefna heilsu kvenna og stúlkna í hættu. 

mbl.is