Sama hleðslutæki fyrir alla síma

Löggjöfin skyldar tæknirisanum Apple til að hætta notkun sinni á …
Löggjöfin skyldar tæknirisanum Apple til að hætta notkun sinni á Lightning snúrum. mbl.is/Þorsteinn

Evrópuþingið samþykkti í dag ný lög sem kveða á um að farsímar, spjaldtölvur og myndavélar sem framleiddar verða á síðari hluta ársins 2024, skuli hafa tengi fyrir hleðslutæki af gerðinni USB-C. 

Fartölvuframleiðendur fá lengri frest eða til fyrrihluta ársins 2026 en þá skulu fartölvur vera búnar USB-C tengi. Löggjöfin gerir tæknirisanum Apple skylt að hætta notkun sinni á svokölluðum Lightning snúrum í staðinn fyrir USB-C. 

Bættar aðstæður fyrir neytendur

Búist er við því að reglan um eitt hleðslutæki muni í senn skila sér í bættum aðstæðum fyrir neytendur sem og umhverfisvænni framleiðslu hleðslutækja. 

Nýju lögin munu gilda um alla farsíma, spjaldtölvur, myndavélar, heyrnartól, hátalara og fleiri tæki. Lögin voru samþykkt með 602 atkvæðum en 13 greiddu atkvæði á móti löggjöfinni.

mbl.is