Pútín vill „nota veturinn sem stríðsvopn“

Jens Stoltenberg í Rúmeníu í morgun.
Jens Stoltenberg í Rúmeníu í morgun. AFP/Andrei Pungovschi

Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill „nota veturinn sem stríðsvopn“ í baráttu sinni í Úkraínu, að sögn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO.

„Við þurfum að vera viðbúin því að fleiri flóttamenn fari yfir hins hluta Evrópu“ vegna „vísvitandi árása [Rússa] á mikilvæga innviði, hita, lýsingu, vatn, gas“ í Úkraínu, sagði Stoltenberg áður en fundur NATO með utanríkisráðherrum hófst í Búkarest í Rúmeníu. 

Meðal þeirra sem sitja fundinn er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, en hún hélt til Rúmeníu frá Úkraínu þar sem hún fundaði með Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu og öðrum ráðherr­um rík­is­ins ásamt ut­an­rík­is­ráðherr­um frá öðrum Norður­lönd­um og Eystra­salts­ríkj­um.

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP/Mikhail Metzel/Sputnik
mbl.is