Enginn gestalisti til staðar

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Tasos Katopodis

Engin skrá er til yfir gesti sem heimsækja Joe Biden Bandaríkjaforseta á hans einkaheimili, að sögn Hvíta hússins.

Repúblikanar hafa krafist þess að sjá gestalista heimilis hans í ríkinu Delaware eftir að leynileg skjöl fundust þar.

Skrifstofa Hvíta hússins sagði í gær að það væri ekki venjan að halda skrá yfir gesti á einkaheimilum forseta, að sögn BBC.

Að minnsta kosti 20 skjöl hafa fundist á heimili Bidens og á skrifstofu sem hann notaði í Washington áður en hann varð forseti.

mbl.is