Sunak lét Zahawi taka pokann sinn

Nadhim Zahawi, formanni breska íhaldsflokksins, og fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur verið …
Nadhim Zahawi, formanni breska íhaldsflokksins, og fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur verið vikið úr starfi, af Rishi Shunak, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra Bretlands. AFP

Nadhim Zahawi, formanni breska íhaldsflokksins, og fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur verið vikið úr starfi, af Rishi Shunak, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra Bretlands.

Ástæða þess eru alvarleg brot Zahawi gegn ráðherrareglum, að því er fram kemur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Uppsagnarbréf Zahawi var birt opinberlega og þykir það til marks um þá mikilvægu pólitísku hagsmuni sem eru í húfi, en misferlið þykir einkum alvarlegt í ljósi þeirra krefjandi tíma sem hinn almenni Breti býr við um þessar mundir þar sem launamáttur hefur rýrnað til muna andspænis hækkandi verðlagi. 

Reyndi að hylma yfir og þagga niður

Undanfarið hefur verið til umfjöllunar í breskum miðlum skattamisferli Zahawi, en óháð rannsókn fór fram í máli hans á dögunum. Var sú rannsókn fyrirskipuð af Sunak. 

Rannsóknin hefur leitt í ljós að Zahawi hafi gert tilraunir til að þagga niður í fjölmiðlum og koma í veg fyrir að málið kæmist í almenna umfjöllun. Þá er hann einnig sagður hafa hótað starfsmanni skattsins lögsókn, í þessum sama tilgangi. 

mbl.is