16 þúsund látnir eftir jarðskjálftann

Gervihnattamynd af ónýtum byggingum í borginni Antakya í Tyrklandi eftir …
Gervihnattamynd af ónýtum byggingum í borginni Antakya í Tyrklandi eftir skjálftann. AFP/Maxar Technologies

Yfir 16 þúsund manns hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann sem skók Tyrkland og Sýrland í byrjun vikunnar.

Búist er við því að enn fleiri lík eigi eftir að finnast í rústum bygginga. Meira en 72 klukkustundir eru liðnar síðan skjálftinn varð en innan þess tíma er líklegast að finna fólk á lífi, segja sérfræðingar.

„Frændi minn, mágkona mín og systir mágkonu minnar eru í rústunum. Þau eru föst undir rústunum og það er ekkert lífsmark,“ sagði Semira Coban, leikskólakennari í héraðinu Hatay í Tyrklandi.

„Við náum ekki til þeirra. Við erum að reyna að tala við þau en þau svara ekki...Við erum að bíða eftir hjálp. Það eru liðnar 48 klukkustundir,“ sagði hún.

Erdogan skoðar byggingarústir í borginni Kahramanmaras í suðausturhluta Tyrklands.
Erdogan skoðar byggingarústir í borginni Kahramanmaras í suðausturhluta Tyrklands. AFP/Adem Altan

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur viðurkennt að betur hefði mátt standa að björgunarstarfi eftir að ríkisstjórn hans var gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við jarðskjálftanum, sem er einn sá mannskæðasti í heiminum á þessari öld.

„Auðvitað hefðu hlutir mátt betur fara. Aðstæðurnar eru augljósar. Það er ómögulegt að vera undirbúinn hamförum eins og þessum,“ sagði Erdogan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert