Að minnsta kosti tólf látnir eftir stóran jarðskjálfta

Frá sjúkrahúsi í Pakistan.
Frá sjúkrahúsi í Pakistan. AFP/Björgunarsveitir Pakistan

Að minnsta kosti tólf eru látnir í Afganistan og Pakistan eftir að stór jarðskjálfti reið yfir. 

Sam­kvæmt banda­rísku jarðvís­inda­stofn­un­inni, USGS, var skjálftinn 6,5 að stærð og var uppruni hans nærri borginni Jurm í norðaustur Afganistan á 187 kílómetra dýpi. 

Jarðskjálftinn varð klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma og stóð yfir í meira en 30 sekúndur. 

Jarðskjálftinn varð klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma og …
Jarðskjálftinn varð klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma og stóð yfir í meira en 30 sekúndur. AFP/Aamir Qureshi

Að sögn Bilal Faizi, talsmanns björgunarsveita í Pakistan, fór betur en á horfðist. 

Íbúi nærri upptökum skjálftans sagði við AFP-fréttaveituna að mikil hræðsla hafi gripið um sig og að fólk hafi ekki þorað að sofna það sem eftir lifði nætur. 

AFP/Narinder Nanu
mbl.is