Hafa áhyggjur af útbreiðslu nýlegs svepps

Gersveppurinn er ónæm­ur fyr­ir mörg­um lyfj­um. Mynd úr safni.
Gersveppurinn er ónæm­ur fyr­ir mörg­um lyfj­um. Mynd úr safni. AFP

Lýðheilsustofnanir víða í Bandaríkjunum hafa lýst áhyggjum sínum af aukinni útbreiðslu mannskæðs gersvepps, eftir að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gaf það út að tilfellum sýkinga hefði fjölgað verulega.

Sveppurinn sem um ræðir nefnist Candida auris. Stofnunin sagði fjölda sýkinga af hans völdum hafa tvöfaldast árið 2021.

Tilkynnt er nú um sýkingar sveppsins víða um landið og vinna embættismenn innan heilbrigðiskerfisins að því að takmarka útbreiðsluna, að því er fréttastofa ABC greinir frá.

Greindist fyrst árið 2016

Svepp­ur­inn er al­mennt ekki hættu­leg­ur heilsu­hraustu fólki, en fólk sem sem glím­ir við mik­il og/​eða langvar­andi veik­indi og dvel­ur mikið á heil­brigðis­stofn­un­um á í auk­inni hættu á að veikj­ast af völd­um svepps­ins.

Gersveppurinn er ónæm­ur fyr­ir mörg­um lyfj­um svo erfitt er að meðhöndla hann. Hann veld­ur auk þess al­var­legri sýk­ingu og er dán­artíðni há vegna sýk­ing­ar­inn­ar.

Svepp­ur­inn greind­ist fyrst í Banda­ríkj­un­um árið 2016. Á ár­un­um 2019-2021 breidd­ist svepp­ur­inn út til 17 ríkja. Bú­ist er við að til­fell­um hafi fjölgað enn frek­ar á síðasta ári, en þær tölur hafa ekki fengist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert