Diplómatar fluttir frá Súdan

Starfsmenn sendiráðsins hafa yfirgefið Súdan.
Starfsmenn sendiráðsins hafa yfirgefið Súdan. Ashraf Shazly/AFP

Bandaríski herinn hefur flutt bandaríska diplómata frá Kartúm, höfuðborg Súdans, vegna átakanna sem þar geisa.

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti um þetta á Twitter í nótt. Þakkar forsetinn hernum fyrir að hafa komið sendiráðsstarfsmönnunum burt.

Harðir bar­dag­ar hafa geisað á milli Súd­ans­hers og upp­reisn­ar­hers­ins RSF eft­ir að ekki tókst að halda um­samið vopna­hlé í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert