Þýska lögreglan handtók hóp aðgerðasinna

Lögreglan reynir að losa aðgerðasinna úr röðum Síðustu kynslóðarinnar fyrir …
Lögreglan reynir að losa aðgerðasinna úr röðum Síðustu kynslóðarinnar fyrir um mánuði síðan. AFP/Odd Andersen

Samræmd lögregluaðgerð fór fram í sjö ríkjum Þýskalands í morgun þar sem sjóninni var beint að aðgerðasinnum í loftslagsmálum sem kalla sig „Letzte Generation”, eða Síðasta kynslóðin.

Hópurinn hefur verið umdeildur vegna vegalokana þar sem mótmælendur hafa límt sig fasta við götuna.

Frá mótmælum Síðustu kynslóðarinnar fyrir um mánuði síðan.
Frá mótmælum Síðustu kynslóðarinnar fyrir um mánuði síðan. AFP/John MacDougall

Lögregluaðgerðin var fyrirskipuð vegna rannsóknar á sjö manns á aldrinum 22 til 38 ára vegna gruns um „að búa til eða styðja glæpasamtök”, að því er kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu lögreglunnar og saksóknara.

mbl.is