Hver er þessi Albo?

Anthony Albanese.
Anthony Albanese. AFP/Saeed Khan

Fyrir tæpu einu ári tók Verkamannaflokkurinn völdin á þinginu í Canberra með einstaklega glæsilegum kosningasigri og þarf flokkurinn lítt eða ekki á stuðningi annarra flokka eða óháðra að halda til að ná málum fram.

Samsteypustjórn Frjálslynda flokksins og Þjóðernissinna hafði þá verið við völd í þrjú kjörtímabil eða samfleytt í níu ár (2013-2022); kjörtímabilið er aðeins þrjú ár hér í Ástralíu. Sú níu ára saga er merkileg að mörgu leyti og er skráð í þremur bókum af Niki Savva, sem er áströlsk, pólitískur greinahöfundur og frægur álitsgjafi um áratugaskeið.[ii]

Nýi forsætisráðherrann heitir Anthony Albanese, kallaður Albo, geðþekkur, fullorðinn maður, þrautreyndur í stjórnmálum eftir áratuga baráttu fyrir kjörum verkafólks. Var hann alinn upp hjá einstæðri móður og kynntist kröppum kjörum af eigin raun. Albanese hefur verið formaður Verkamannaflokksins frá 2019.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: