Vinstristjórn tekur við í Ástralíu

Allt bendir til þess að Albanese verði nýr forsætisráðherra Ástralíu.
Allt bendir til þess að Albanese verði nýr forsætisráðherra Ástralíu. AFP

Ríkisstjórn Ástralíu var felld í sambandsþingskosningum í dag og er talið ljóst að Anthony Albanese, formaður Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra. 

Tekur hann við af Scott Morrison, formanni Frjálslynda flokksins. Tók hann við sem forsætisráðherra árið 2018 eftir átök innan flokksins en valdatíð Frjálslynda flokksins hefur verið nokkuð brösótt á þessu kjörtímabili.

Verkamannaflokkurinn fær 70 þingmenn af 151 í kosningunum en Frjálslyndi flokkurinn 47 þingmenn.

Kjörtímabil þingmanna á sambandsþingi í Ástralíu eru þrjú ár og eru þingmenn kosnir til fulltrúadeildar og öldungadeildar þingsins. 

mbl.is