Fórnarlamba loftárásar Ísraelshers minnst

Hér má sjá þau sjö sem létu lífið í loftárás …
Hér má sjá þau sjö sem létu lífið í loftárás Ísraelshers. Neðar í fréttinni eru að finna stærri myndir af þeim öllum. AFP/World Central Kitchen

Sex af starfsmönnunum sjö sem féllu í árás Ísraelshers á bandarísku góðgerðasamtökin World Central Kitchen (WCK) á Gasa í fyrradag voru útlendingar og voru lík þeirra flutt til heimalanda sinna í gær. Hinn sjöundi var Palestínumaður og var hann grafinn í heimabæ sínum Rafah.

Um er að ræða hjálparstarfsmennina sem drepnir voru í loftárás Ísraelshers. Þeir sem lét­ust voru frá Ástr­al­íu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu, auk þess sem einn var með banda­rísk­an og kanadísk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Ljómaði þegar hún undirbjó máltíðir fyrir fólk í neyð

Sú ástralska var frá Melbourne, bar nafnið Lalzawmi Frankcom og var 43 ára gömul. Hún hafði starfað fyrir hjálparsveitina, hjá góðgerðasamtökum sem elda fyrir fólk á hamfara- eða átakasvæðum, í fimm ár.

Undanfarin ár hafði hún starfað í Marokkó í kjölfar jarðskjálfta sem þar urðu, á Bahamaeyjum eftir umfangsmikinn fellybil og í heimalandi sínu þar sem skógareldar geisuðu og eyðilögðu gríðarstórt landsvæði.

Auk þess stundaði Frankcom nám í sálfræði við Swinburne tækniháskólann í Melbourne, en áður en hún hóf störf hjá WCK starfaði hún í meira en átta ár hjá Commonwealth Bank.

Í yfirlýsingu sem fjölskylda Frankcom sendi frá sér segir að hún sé betur þekkt sem Zomi og að hún hafi látist „við vinnuna sem hún elskaði.“ Þá sagði Dora Weekley, starfsmaður WCK, hana „stærri en lífið“ með „risastórt hjarta“.

Í myndandi frá vöruhúsinu í miðborg Gasa, sem Frankcom og samstarfsmenn hennar voru að yfirgefa þegar loftárásin átti sér stað, má sjá hvernig Frankcom ljómaði þegar hún var að undirbúa máltíðir fyrir fólk í neyð. 

Hin ástralska Lalzawmi Frankcom.
Hin ástralska Lalzawmi Frankcom. AFP/World Central Kitchen

Gekk til liðs við WCK í kjölfar innrásar Rússa

Sá pólski var Damian Sobol frá Przemysl í suðausturhluta Póllands, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Var honum lýst sem frábærum ungum manni af borgarstjóra bæjarins, Wojciech Bakun.

Sobol gekk til liðs við WCK árið 2022 í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrst starfaði hann sem þýðandi en þar á eftir sem samhæfingaraðili fyrir frjáls félagasamtök sem buðu upp á máltíðir fyrir þá Úkraínumenn sem flúðu átökin nokkrum klukkustundum eftir innrás Rússa. 

Áður en Sobol gekk til liðs við verkefnið á Gaza, hafði hann einnig tekið þátt í hjálparverkefnum innan Úkraínu. Allt frá Kíev, vettvangi meintra rússneskra stríðsglæpa, til stríðshrjáðu borgarinnar Kharkiv í austurhluta landsins.

Þá var hann í Tyrklandi á síðasta ári þar sem hann hjálpaði fórnarlömbum jarðskjálftans mikla. Auk þess sem hann fór til Marokkó í kjölfar harkalega skjálftans sem þar var í september.

Hinn pólski Damian Sobol.
Hinn pólski Damian Sobol. AFP/World Central Kitchen

Lætur eftir sig ársgamlan dreng

Bandaríski og kanadíski ríkisborgarinn, Jacob Flickinger, sem var 33 ára gamall var einnig hluti af hjálparsveitinni. 

Lítið er vitað um Flickinger annað en að hann var faðir ársgamals drengs og hafði starfað á Gasa frá því í byrjun mars, en þar á undan starfaði hann sem sjálfboðaliði fyrir frjáls félagasamtök í Mexíkó. 

Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, birti færslu á miðlinum X um að hún væri hrædd vegna andláts sjö starfsmanna WCK, „Þar á meðal kanadísks ríkisborgara“.

Jacob Flickinger sem er með banda­rísk­an og kanadísk­an rík­is­borg­ara­rétt.
Jacob Flickinger sem er með banda­rísk­an og kanadísk­an rík­is­borg­ara­rétt. AFP/World Central Kitchen

„Hjörtu okkar eru sundruð vegna dauða þíns“

 palestínski var 25 ára gamall og bar nafnið Saifeddin Issam Ayad Abutaha.

Hann starfaði sem bílstjóri og túlkur hjá WCK þegar hann lést í loftárás Ísraelshers og var hann jarðsunginn við athöfn sem hundruð manna sóttu í heimabæ hans Rafah á í gær 

„Hann var ánægður með að vinna með samtökum sem veita mannúðaraðstoð til flóttafólks, hjörtu okkar eru sundruð vegna dauða þíns, Saif,“ sagði náinn vinur hans í samtali við BBC.

Saifeddin Issam Ayad Abutaha frá Palestínu.
Saifeddin Issam Ayad Abutaha frá Palestínu. AFP/World Central Kitchen

„Hann var ótrúlegur faðir, eiginmaður, sonur og bróðir“

Samkvæmt breskum fjölmiðlum voru allir bretarnir þrír fyrrverandi hermenn í breska hernum og störfuðu sem sjálfstæðir öryggisverktakar hjá fyrirtækinu Solace Global. Einn þeirra var hinn 57 ára gamli John Chapman

Chapman, fyrrverandi sérsveitarmaður, var kvæntur tveggja barna faðir og hafði verið á Gasa í nokkrar vikur, að því er breskir fjölmiðlar greina frá. 

„Hann var ótrúlegur faðir, eiginmaður, sonur og bróðir,“ sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. 

John Chapman frá Bretlandi.
John Chapman frá Bretlandi. AFP/World Central Kitchen

Agaður, kurteis og framtakssamur 

Annar hinna bresku var James Henderson, betur þekkur sem Jim. Jim var 33 ára gamall og hafði þjónað breska hernum sem landgönguliði í sex ár, að því er fram kemur á LinkedIn síðu hans. 

Á LinkedIn síðu hans má jafnframt sjá hans eigin lýsingar á sjálfum sér. Þar segir að hann sé „mjög agaður, kurteis og framtakssamur einstaklingur.“

Bretinn James Henderson.
Bretinn James Henderson. AFP/World Central Kitchen

Fylgdi hernum til Bosníu og Afganistan

Þriðji Bretinn hét James Kirby. Hann var 47 ára gamall frá bænum Bristol, sem er á suðvesturhluta Englands. 

Þegar Kirby var í hernum var hann leyniskytta og riffilmaður, en hann hafði bæði fylgt hernum í átök til Bosníu og Afganistan. 

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans segir að þau séu gjörsamlega niðurbrotin. 

„Hann var mikill heiðursmaður. James var alltaf reiðubúinn að rétta hverjum sem er hjálparhönd, jafnvel í ljósi tilgangslauss ofbeldis,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu fjölskyldunnar. 

Hinn breski James Kirby.
Hinn breski James Kirby. AFP/World Central Kitchen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert