Fertugur breikdansari ætlar sér til Parísar

Ayumi Fukushima, sem er fertug, hefur stundað breikdans lengur en flestir keppinautar hennar hafa verið á lífi.

Fukushima, sem er japönsk, er fyrrverandi leikskólakennari.

Hún bar nýverið sigur úr býtum í undankeppni sem var haldin í kínversku borginni Sjanghæ vegna Ólympíuleikanna í París.

Hún er þar með á góðri leið með að tryggja sér þátttökurétt á leikunum í sumar.

Þetta verður í fyrsta sinn sem keppt verður í breikdansi á Ólympíuleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert