Samþykktu minningardag um þjóðarmorðið í Srebrenica

Meirihluti þjóða á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna samþykktu ályktuna.
Meirihluti þjóða á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna samþykktu ályktuna. AFP

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gera 11. júlí að alþjóðlegum minningardegi þjóðarmorðsins í Srebrenica, þrátt fyrir andstöðu frá Bosníu-Serbum og Serbíu.

Ályktunin var sett fram af Þýskalandi og Rúanda til að sameina þjóðir,heiðra fórnarlömbin og viðurkenna hlutverk alþjóðadómstóla. Samtals greiddu 84 þjóðir atkvæði með ályktuninni, 19 þjóðir voru á móti, en 68 sátu hjá. 

Gagnrýna ákvörðunina

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, velti fyrir sér tilgangi ályktunarinnar og sagði hættu á að hún myndi bara opna gömul sár og skapa pólitískan óstöðugleika.

Milord Dodik, leiðtogi Bosníu-Serba, neitar að þjóðarmorðið hafi átt sér stað og fullyrti að þjóð hans myndi ekki viðurkenna ályktun allsherjarþingsins.

Kirkjuklukkum var hringt víða um Serbíu til að mótmæla ályktunni og sagði í tilkynningu frá serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni að bundnar væru vonir til að ályktunin myndi sameina Serba í „bænum og gagnkvæmri samstöðu og staðfestu í því að gera gott þrátt fyrir ósannar og óréttlátar ásakannir Sameinuðu þjóðanna“.

11. júlí 1995

Þann 11. júlí árið 1995 hertóku hersveitir Bosníu-Serba Srebrenica, nokkrum mánuðum áður en borgarastyrjöldinni í Bosníu lauk. 

Næstu daga drápu hersveitir Bosníu-Serba um 8 þúsund múslímska karlmenn og unglinga. Hafa Alþjóðaglæpadómstólinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu (ICTY) og Alþjóðadómstólinn lýst þessum glæpum sem þjóðarmorði.

Atvikið er talið vera eitt af mestu grimmdarverkum í Evrópu frá seinni heimstyrjöldinni.

Minningargarðurinn í Srebrenica.
Minningargarðurinn í Srebrenica. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert