Clinton-hjónin heimsóttu forsætisráðherrahjónin

Davíð og Ástríður heilsa Bill og Hillary í dag.
Davíð og Ástríður heilsa Bill og Hillary í dag. mbl.is/Júlíus

Bill Clinton og Hillary Clinton heimsóttu Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Ástríði Thorarensen á heimili þeirra í Reykjavík í dag. Þau Bill og Hillary munu síðar í dag hitta Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands og Dorrit Moussaieff á Bessastöðum og einnig Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum.

Davíð sagði við blaðamenn, meðan beðið var komu Clinton-hjónanna, að hann honum liði ágætlega en Davíð er að jafna sig eftir að hafa verið skorinn tvívegis upp í sumar. Sagði Davíð, að hann væri hættur að þreytast eins mikið og fyrst eftir aðgerðirna og einnig hefði hann misst um 10 kg.

mbl.is