Snarpir eftirskjálftar í kvöld

Eins og sést á þessu korti af vef Veðurstofunnar hefur …
Eins og sést á þessu korti af vef Veðurstofunnar hefur mikill fjöldi skjálfta orðið á svæðinu frá því í gær.

Snarpir eftirskjálftar hafa orðið í Ölfusi í kvöld. Fyrst urðu tveir skjálftar, sem báðir voru um 4 stig á Richter kl. 22:05 og 22:07. Þá urðu tveir skjálftar klukkan 22:51 og 23:04. Fyrri skjálftinn var ríflega 3,5 að stærð og sá seinni líklega 4,2 til 4,3 að stærð. Allir fundust þeir vel á svæðinu. 

Að sögn Veðurstofunnar áttu  skjálftarnir upptök sín við norðvesturenda Ingólfsfjalls og teljast til eftirskjálfta á þeirri sprungu, sem gekk til í meginskjálftanum í gær. 

Vel á annað þúsund skjálfta hafa orðið á svæðinu eftir stóra skjálftann, sem varð um miðjan dag í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert