„Fálkastofninn hefur nokkuð látið á sjá“

Tignarlegur fálki á flugi.
Tignarlegur fálki á flugi. Ljósmynd/Peter Lovas

„Í ár voru tæp 60% eða 49 fálkaóðul af 83 í Þingeyjarsýslu í ábúð. Fálkastofninn hefur nokkuð látið á sjá í ár. Rjúpnahámark var í fyrra en það líða 10 til 11 ár á milli rjúpnahámarka.“

Þetta segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, í umfjöllun um ástand fálkastofnsins í Morgunblaðinu í dag. Um 80 fálkaóðul eru heimsótt á ári hverju og fálkavarp skoðað en það gefur vísbendingu um stærð stofnsins á svæðinu.

„Við höfum verið að telja síðan 1981 þannig að við höfum samanburð aftur í tímann,“ segir Ólafur. Segir Ólafur fálkastofninn sveiflast og að stærð hans ráðist af stærð rjúpnastofnsins enda sé rjúpan aðalfæða fálkans allt árið um kring.

Ólafur segir fálkavarp vera viðkvæmt fyrir tíðarfari og það hafi endurspeglast á þessu ári. Maímánuður hafi verið erfiður í ár með miklum snjó og miklar rigningar hafi verið í júní. Það hafi valdið lélegum varpárangri en þó ekki með afbrigðum lélegum miðað við fyrri ár.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert