Skipulögð aðför að framboðinu

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi segir að skipulögð aðför sé gerð að framboði hans, en í ljós hafi komið að einn og sami einstaklingurinn falsaði allar undirskriftirnar sem reyndust falsaðar á meðmælendalistum fyrir framboð hans. Óprúttnir aðilar hafa reynt að narra hann í heimsóknir í fyrirtæki.

„Þetta er bara ráðgáta, virkilega alvarlegt mál,“ segir Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi, um falsanirnar á undirskriftunum á meðmælendalistum hans. „Þetta þarf að afhjúpa.“ 

Hann segir að engar sannanir liggi þó fyrir að undirskrifirnar séu falsaðar, hugsanlega hafi einhverjir skrifað undir sem vilji ekki kannast við það, einhverra hluta vegna. „Það er mér vitanlega ekki búið að rannsaka þetta mál,“ segir Ástþór.

„En það er einn ljós punktur í þessu; ef mitt framboð hefur orðið til þess að benda á brotalamirnar í kosningakerfinu, þá er það sigur fyrir Lýðræðishreyfinguna sem vinnur að lýðræðisumbótum.“

Sami maðurinn safnaði fölsuðu undirskriftunum

Ástþór segir að hann hafi sett inn „öryggisventil“ á meðmælendalista sína, sem felst í því að á þeim kemur fram hver safnaði undirskriftunum. Að sögn Ástþórs var það sami aðilinn sem safnaði öllum „fölsuðu“ undirskriftunum. 

„Það kom fyrst upp grunur varðandi þennan mann í Reykjavík. Hann fór hringinn í kringum landið og við vitum hvert hann fór því við greiddum fyrir hann gistingu og ferðakostnað. Það eru ekki öll nöfnin sem hann safnaði fölsuð, en hluti þeirra.“

Ástþór segist hafa sent yfirkjörstjórnum skönnuð eintök af meðmælendalistunum fyrir 6-7 vikum og hafi síðan afhent þá í innanríkisráðuneytið skömmu síðar. „Þeir liggja með þetta í margar vikur og skoða þetta ekki fyrr enn rétt áður en fresturinn rennur út, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá mér um að það yrði unnið tafarlaust í listunum og skorið úr um hvort þeir væru í lagi. Það hefði átt að skoða listana miklu fyrr.“

„Mér fannst mjög óeðlilegt að það væri hafin utankjörfundarkosning á meðan framboðið mitt var ekki lýst löglegt og alvöru. Það hefur verið rekinn áróður fyrir því að þetta sé ekki alvöru framboð. Það setur þetta framboð strax í neikvætt ljós, sem dregur fram alls konar fólk sem vill spilla fyrir framboðinu.“

Enginn kannaðist við neitt

Ástþór segir að fleiri dæmi séu um að reynt hafi verið að spilla fyrir framboðinu.

„Ég setti inn á netið boð um að við hjónin myndum heimsækja fyrirtæki og kynna framboðið. Vel á annað hundrað beiðnir bárust okkur frá ýmsum fyrirtækjum, en stór hluti þess er svindl. Það hefur komist upp þegar við höfum hringt og viljað staðfesta heimsóknina og þá kannast enginn við neitt. Þetta eru skipulagðar árásir.“

Ástþór segist ekki vita hverjir séu þarna að verki. „Ég skil ekki af hverju, kannski er þetta fíflaskapur. En ég stend bara hérna og klóra mér í hausnum. Ég skil þetta ekki. Þetta er mjög alvarlegt, það er ekki bara verið að valda mér bæði fjárhags- og tímatjóni, heldur er líka verið að spila með lýðræðið. Og það er þjóðin sem ber skaðann af því. Annars skiptir það engu  máli í þessu sambandi hvort ég er talinn eiga vinningslíkur eða ekki, framboðið á fullan rétt á sér.“

Fagmannlega að verki staðið

Hann segist gera ráð fyrir að innanríkisráðuneytið kanni nánar hvernig staðið var að fölsun undirskriftanna á meðmælendalistunum. „Ég er brotaþolinn og mitt framboð. Það er yfirvaldsins eða ráðuneytisins að ganga eftir því að rannsaka þetta.“

Ástþór segist vera búinn að safna undirskriftum í staðinn fyrir þær fölsuðu að hluta til, en  tíminn sé naumur. „Ef ég fæ að vita rétt fyrir lokun að það vanti einhverjar undirskriftir úti á landi, þá get ég ekki safnað því einn tveir og þrír.“

Að sögn Ástþórs var fagmannlega að verki staðið við fölsun undirskrifanna og hann nefnir dæmi um að fölsuð undirskrift gamals manns hafi verið skrifuð með titrandi hendi. „Þetta er skipulögð aðför, ekkert annað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Merkjaföt og fl föt á gjafverði.
Til sölu geggjuð flott föt á gjafaverði, lítið sem ekkert notuð í í M-L size. . ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...