Enn í varðhaldi

Amfetamínið sem lögreglan fann við leit í bifreið mannanna.
Amfetamínið sem lögreglan fann við leit í bifreið mannanna.

Danska lögreglan verst allra frétta af máli Íslendinganna sjö, sem hafa verið í haldi í Danmörku síðan um miðjan september. Gæsluvarðhald yfir sex þeirra var framlengt þann 6. desember, um fjórar vikur, til 3. janúar.

Ekki liggur fyrir hvort áframhaldandi varðhalds verði krafist.

Þetta segir Steffen Thaaning Steffensen, sem starfar hjá deild skipulagðra glæpa hjá dönsku lögreglunni, í samtali við mbl.is.

„Ég get lítið tjáð mig um málið,“ segir Steffensen. „Rannsóknin fer fram á bak við lokaðar dyr og við megum ekki tjá okkur vegna rannsóknarhagsmuna.“

Mennirnir eru grunaðir um að hafa smyglað fíkniefnum, aðallega amfetamíni, til Norðurlandanna frá Hollandi. Höfuðpaurinn er 38 ára gamall Íslendingur búsettur á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert