Leifur Örn í grunnbúðum Everest

Fjallagarpurinn Leifur Örn Svavarsson er lagður af stað í efri grunnbúðir Everest, en hann hyggst ganga á tindinn um norðurleiðina, sem er bæði fáfarnari og erfiðari. Stutt myndskeið með leiðinni sem hann gengur á tindinn má sjá hér að neðan.

Einn af sherpunum sem munu fylgja Leifi Erni á fjallið fékk háfjallaveiki í grunnbúðunum í fyrradag og varð í snarhasti að flytja hann neðar. Háfjallaveiki getur verið hið alvarlegasta mál, en eins og kom fram í viðtali mbl.is við Leif Örn áður en hann lagði af stað, þá tekur hann m.a. með sér stinningarlyfið Viagra til að sporna við háfjallaveikinni.

Líkaminn verður að aðlagast hæðinni í hvert sinn

Sherparnir eru vanir þunna loftinu en og því betur í stakk búnir að takast á við hæðina í grunnbúðunum sem eru í 5.200 metra hæð yfir sjávarmáli að sögn Leifs Arnar. Einn þeirra gætti ekki að sér og gaf sér of lítinn tíma til aðlögunnar og það varð honum að falli.

„Það hjálpaði honum lítið að hafa klifið Klifið Everest tvisvar sinnum ásamt því að hafa farið á fleiri 8.000m tinda yfir ævina. Staðreyndin er sú að líkaminn verður að aðlagast hæðinni í hvert sinn,“ segir Leifur Örn á bloggi sínu, þar sem hægt er að fylgjast með ferðum hans.

Leifur Örn kom í neðri grunnbúðirnar á mánudaginn og hefur m.a. nýtt síðustu daga þar við að skipuleggja farangurinn. „Svo tökum við 3 daga í gönguna upp í efri grunnbúðirnar til þess að hækka okkur ekki of skart,“ bloggar Leifur Örn.

Hótel með súrefnisslöngum í grunnbúðunum?

Nú þegar er landslagið sem ber fyrir augu mikilfenglegt að sögn Leifs Arnar. „Á leiðinni er farið í gegnum skarð en vandfundið er betra útsýni yfir Himalaya fjöllin. Everest ber þar hæst en þar við hliðina er Lutsi, 4. hæsta fjall jarðar, Makalu vinstra megin og Cho Oyu hægra megin, 5. og  6. hæstu fjöll jarðar. Þar inn á milli má svo finna um 30 7.000 metra fjöll þannig að á tærum morgni eru fallegri útsýnisstaðir vandfundnir.“

Þegar fram í sækir kann svo að fara að það verði ekki aðeins göngugarpar sem fá að njóta þess útsýnis, því að sögn Leifs Arnar stefnir í talsverða uppbyggingu á svæðinu. Verið er að byggja upp veginn sem liggur í grunnbúðir Everest og meðfram honum verið að reisa rafmagnslínu og staura.

„Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, hér á mögulega eftir að rísa risa hótel, með útsýni yfir hæsta fall jarðar og kannski verða þar súrefnisslöngur í boði fyrir gestina,“ veltir Leifur Örn fyrir sér á blogginu.

Leiðina sem Leifur Örn gengur á tind Everst má sjá hér að neðan:

mbl.is

Innlent »

Víðförull hnúfubakur sýnir sig

08:18 Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Meira »

Stakk lögreglu af

07:52 Er lögreglumenn hugðust ná tali af ökumanni bíls á Nýbýlavegi klukkan hálf fimm í nótt virti hann ekki stöðvunarmerki. För bílsins var svo stöðvuð í Furugrund og er ung kona sem ók honum grunuð um sitt lítið af hverju. Meira »

Á 120 km/klst á Sæbrautinni

07:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 2 í nótt för ökumanns á Sæbraut eftir að bíll hans hafði mælst á 120 kílómetra hraða á klukkustund þar sem 60 km hámarkshraði er í gildi. Meira »

Bústaður biskups fluttur

07:40 Bústaðnum, þar sem vígslubiskup í Skálholti hefur ávallt haft búsetu, verður breytt í þjónustuhús fyrir ferðamenn og gesti Skálholtskirkju. Biskup fær í staðinn aðsetur í svokölluðu rektorshúsi. Meira »

Fimm milljarðar í Álfaland

05:30 Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, mun veita nýju þróunarfélagi forstöðu. Félagið hyggst fjárfesta í afþreyingu, upplifunar- og ferðaþjónustu fyrir milljarða króna á næstu árum. Meira »

Bláa lónið hagnast vel

05:30 Hagnaður Bláa lónsins jókst um 32% á síðasta ári og nam 31 milljón evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna.  Meira »

Guðni álitinn höfðingi í Nígeríu

05:30 „Nígería er stórkostlegt land með alveg ótrúlega mörg tækifæri,“ segir Guðni Albert Einarsson, forstjóri Klofnings, sem undanfarin ár hefur átt í miklum viðskiptum í Nígeríu. Meira »

Fallturn rís mánuði á eftir áætlun

05:30 Nýr fallturn sem átti að rísa í húsdýragarðinum þann 20. júní, hefur ekki enn verið settur upp.  Meira »

Ekkert verðmat í kjölfar tilboðs

05:30 Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, keypti 34,1% hlut í félaginu á 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Meira »

Stöður ekki mannaðar með fólki að utan

05:30 Skortur á hjúkrunarfræðingum yfir sumartímann verður ekki leystur með því að ráða útlenska hjúkrunarfræðinga. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Áforma 64 íbúðir í Brautarholti

05:30 Fjárfestar hyggjast byggja 64 íbúðir í endurgerðum húsum í Brautarholti í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða 22 íbúðir í Brautarholti 18 og hins vegar 42 íbúðir í Brautarholti 20. Íbúðirnar verða smáíbúðir. Meira »

Gæslan í Laugardal betri í kvöld

Í gær, 23:30 „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru að drekka en meginparturinn af öllum unglingum sem eru þarna inni eru bara í þeim tilgangi að hlusta á góða tónlist og fara svo heim,“ segir Þórhildur Rafns Jónsdóttir deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Meira »

„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Í gær, 21:52 Varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni. Meira »

Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi

Í gær, 21:30 Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dágóðum tíma með rússneskum börnum við leik og fræðslu. Meira »

„Eins rússneskt og það getur orðið“

Í gær, 20:56 „Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir. Meira »

Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

Í gær, 20:48 Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag. Meira »

Einstök tengslastund og slökun

Í gær, 20:30 Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús. Meira »

Jarðskjálfti í öskju Öræfajökuls

Í gær, 18:34 Jarðskjálfti af stærð 2,7 mældist í öskju Öræfajökuls á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Meira »

„Nígería skreið yfir Íslendinga“

Í gær, 18:15 Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudag. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Tímaritið Birtingur til sölu
Til sölu Tímaritið Birtingur sem kom út á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitu...