Leifur Örn í grunnbúðum Everest

Fjallagarpurinn Leifur Örn Svavarsson er lagður af stað í efri grunnbúðir Everest, en hann hyggst ganga á tindinn um norðurleiðina, sem er bæði fáfarnari og erfiðari. Stutt myndskeið með leiðinni sem hann gengur á tindinn má sjá hér að neðan.

Einn af sherpunum sem munu fylgja Leifi Erni á fjallið fékk háfjallaveiki í grunnbúðunum í fyrradag og varð í snarhasti að flytja hann neðar. Háfjallaveiki getur verið hið alvarlegasta mál, en eins og kom fram í viðtali mbl.is við Leif Örn áður en hann lagði af stað, þá tekur hann m.a. með sér stinningarlyfið Viagra til að sporna við háfjallaveikinni.

Líkaminn verður að aðlagast hæðinni í hvert sinn

Sherparnir eru vanir þunna loftinu en og því betur í stakk búnir að takast á við hæðina í grunnbúðunum sem eru í 5.200 metra hæð yfir sjávarmáli að sögn Leifs Arnar. Einn þeirra gætti ekki að sér og gaf sér of lítinn tíma til aðlögunnar og það varð honum að falli.

„Það hjálpaði honum lítið að hafa klifið Klifið Everest tvisvar sinnum ásamt því að hafa farið á fleiri 8.000m tinda yfir ævina. Staðreyndin er sú að líkaminn verður að aðlagast hæðinni í hvert sinn,“ segir Leifur Örn á bloggi sínu, þar sem hægt er að fylgjast með ferðum hans.

Leifur Örn kom í neðri grunnbúðirnar á mánudaginn og hefur m.a. nýtt síðustu daga þar við að skipuleggja farangurinn. „Svo tökum við 3 daga í gönguna upp í efri grunnbúðirnar til þess að hækka okkur ekki of skart,“ bloggar Leifur Örn.

Hótel með súrefnisslöngum í grunnbúðunum?

Nú þegar er landslagið sem ber fyrir augu mikilfenglegt að sögn Leifs Arnar. „Á leiðinni er farið í gegnum skarð en vandfundið er betra útsýni yfir Himalaya fjöllin. Everest ber þar hæst en þar við hliðina er Lutsi, 4. hæsta fjall jarðar, Makalu vinstra megin og Cho Oyu hægra megin, 5. og  6. hæstu fjöll jarðar. Þar inn á milli má svo finna um 30 7.000 metra fjöll þannig að á tærum morgni eru fallegri útsýnisstaðir vandfundnir.“

Þegar fram í sækir kann svo að fara að það verði ekki aðeins göngugarpar sem fá að njóta þess útsýnis, því að sögn Leifs Arnar stefnir í talsverða uppbyggingu á svæðinu. Verið er að byggja upp veginn sem liggur í grunnbúðir Everest og meðfram honum verið að reisa rafmagnslínu og staura.

„Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, hér á mögulega eftir að rísa risa hótel, með útsýni yfir hæsta fall jarðar og kannski verða þar súrefnisslöngur í boði fyrir gestina,“ veltir Leifur Örn fyrir sér á blogginu.

Leiðina sem Leifur Örn gengur á tind Everst má sjá hér að neðan:

mbl.is

Innlent »

Hvatakerfi en ekki markaðsmisnotkun

11:45 Nokkrir fyrrum lykilstarfsmenn Glitnis, sem fengu há lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum árið 2008, lýstu því fyrir dómi að þeir hefðu álitið lánveitingarnar hluta af starfskjörum sínum. Meira »

Fannst vel á mælum Veðurstofunnar

11:42 Jarðskjálfti upp á 7,9 sem varð úti fyrir strönd Alaska nú í morgun var vel greinanlegur á mælum Veðurstofu Íslands. „Þegar þeir eru orðnir mjög stórir þá sjást þeir vel hjá okkur,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Landsliðskonu í fimleikum nauðgað í keppnisferð

11:37 Tinna Óðinsdóttir, afrekskona í fimleikum, hefur stigið fram og greint frá því að henni hafi verið nauðgað af landsliðsmanni frá öðru landi í keppnisferðalagi í Þýskalandi. Hún var þar á ferð með íslenska landsliðinu. Meira »

Vill útrýma menntasnobbi

11:33 Aron Leví Beck gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Andið eðlilega vel tekið á Sundance

11:30 Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, var heimsfrumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi. Troðfullt var á sýninguna og samkvæmt aðstandendum myndarinnar var henni afar vel tekið. Meira »

Markmiðið að koma ráðherranum frá

11:28 „Við getum ekki knúið það fram að hún víki strax. En við getum haldið málinu lifandi með rannsókn sem er það líklegasta í stöðunni til að fá hana til að axla ábyrgð,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Pírataspjallinu á Facebook í gærkvöldi. Meira »

Innkalla hafrakökur

10:58 Myllan hefur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað Myllu Hafrakökur, Bónus Hafrakökur og Hagkaups Hafrakökur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku. Meira »

Styttir ævina um 9 mánuði í Evrópu

11:16 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki. Meira »

Breytt staða ef nýtt félag í bígerð

10:53 Meirihluti starfsmanna United Silicon er útlendingar og fjölskyldufólk sem búsett er í Reykjanesbæ. Ef Arion banki stofnar nýtt félag um eignirnar mun staða starfsfólksins breytast að því er formaður verkalýðfélagsins segir. Meira »

Þarf að standa skil á gerðum sínum

10:36 Ökumaður sem var að aka fram úr annarri bifreið á Reykjanesbraut í gær missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti á hlið fyrrnefnda bílsins. Hann hélt för sinni áfram án þess að stansa. Lögreglan hafði upp á honum og þarf hann að standa skil á gerðum sínum að sögn lögreglu. Meira »

PCC Bakki boðar til íbúafundar

10:18 Stjórnendur kísilsvers PCC Bakki Silicon hf. hafa boðað til fundar með íbúum Húsavíkur. Þar verður íbúum kynnt gangsetning ofna verksmiðjunnar á Bakka og hvers íbúar geti helst vænst á meðan á ræsingu ofnanna stendur. Meira »

Festi bílinn í polli

09:46 Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöldi afskipti af ökumanni sem hafði fest bifreið sína í polli og komst hvorki lönd né strönd. Var ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, á ferð eftir Hafnargötu í Keflavík en beygði síðan inn á lóð þar sem pollurinn var, en íslag leyndist á botni pollsins. Meira »

Ófært er á Klettshálsi og Kleifaheiði

09:29 Ófært er á bæði Klettshálsi og Kleifaheiði á Vestfjörðum, en þæfingsfærð á Mikladal og Hálfdáni þar sem er stórhríð. Þungfært er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði og beðið með mokstur. Meira »

Handskrifaði 1736 viðurkenningar

08:49 Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo segir starfsfólkið ekkert síður stolt af því þegar fyrirtækin hljóta viðurkenningu sem „Framúrskarandi fyrirtæki“. Hún segist hafa gaman því að skrifa undir allar viðurkenningarnar því þannig segist hún alltaf vera að kynnast nýjum fyrirtækjum. Meira »

Enn lokað um Víkurskarð

06:58 Nú í morgunsárið er að lægja sunnanlands og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Víkurskarð er enn lokað. Meira »

Útlit fyrir „gamaldags stórhríð“

09:11 „Fyrir norðausturfjórðunginn á landinu þá er veðrið að versna núna næstu tímana og verður orðið leiðindaveður seinnipartinn,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. „Vindstyrkur verður á bilinu 13-18 m/s og þegar það kemur snjókoma ofan í það, þá má búast við blindri stórhríð þar sem sést ekki neitt.“ Meira »

Þjálfarinn starfar áfram

08:15 Norski þjálfarinn sem lagði Hólmfríði Magnúsdóttur í einelti og beitti kynferðislegri áreitni mun halda núverandi þjálfarastarfi sínu. Þetta kemur fram í frétt norska blaðsins VG Meira »

Slysvaldur væntanlega ölvaður

06:52 Ökumaður sem ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á bifreið sem kom úr gagnstæðri skammt frá Hádegismóum í síðustu viku er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Miklar tafir urðu á umferð enda margir á leið til vinnu. Þrír voru fluttir á slysadeild. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
Sundföt
...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...