Mögnuð upplifun á toppi veraldar

Leifur Örn Svavarsson segir það hafa verið magnaða upplifun að vera á toppi hæsta fjalls veraldar þegar sólin var að koma upp og virða fyrir sér skugga fjallsins og er nú á leið niður. Síðustu metrarnir sóttust vel en þó lenti hann í ísingu á súrefnisgrímu sinni.

Leifur ræddi við mbl.is í morgun en það er í fyrsta skipti sem hann ræðir við fjölmiðla eftir að hann náði á toppinn í gærmorgun.

mbl.is