Magnað myndavélasafn á Siglufirði

Áhugamenn um ljósmyndun og gamla tíma sem eiga leið um Siglufjörð ættu allir að líta við í nýju Ljósmyndasafni sem sett hefur verið upp í bænum. Á safninu eru til sýnis myndavélar frá fyrri tíð af öllum stærðum og gerðum ásamt því að þar eru sýndar ljósmyndir frá gömlum tíma.

Nú eru til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Vigfús Sigurgeirsson sem voru teknar á Siglufirði á fyrri hluta síðustu aldar. Þrátt fyrir að nú sé búið að setja upp fjölmargar glæsilegar gamlar myndavélar segir Steingrímur Kristinsson, safnvörður, að enn eigi eftir að setja upp mikinn fjölda til viðbótar en myndavélarnar eru í eigu Baldvins Einarssonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur sem hafa rekið myndavélaverslunina Beco um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert