Fiskikör fjúka í Hafnarfirði

Björgunarsveitarmenn bjarga fiskikörum.
Björgunarsveitarmenn bjarga fiskikörum. Ljósmynd/Jónas Guðmundsson

Hátt í 80 sjálfboðaliðar björgunarsveita eru við störf vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Á höfuðborgarsvæðinu er búið að kalla út allar sveitir og fjúka til dæmis fiskikör í Hafnarfirði og tilkynnt hefur verið um garðhús sem er við það að fjúka í sundur í Vallarhverfinu. Víðar á höfuðborgarsvæðinu eru lausar þakplötur, gervihnattadiskar, grindur og fleira.

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa í nógu að snúast en þegar hafa borist 13 beiðnir um aðstoð vegna veðurs. Hátt í 30 björgunarmenn sinna verkefnunum sem eru af hefðbundnum toga þegar óveður gengur yfir, þ.e. fok á ýmsum munum, þakplötum og klæðningum húsa.

Á Akranesi er svipaða sögu að segja, nokkuð hefur verið um aðstoðarbeiðnir, en þar fauk m.a. kerra og skemmdi bæði hús og bíl og húsbíll fauk út á götu.

Björgunarsveitin á Hvolsvelli reynir að hefta fok á þakplötum á útihúsi við bæ í Landeyjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert