Skemmdir á Goðafossi verða skoðaðar í Færeyjum

Mynd sem tekin var með eftirlitsbúnaði flugvélar Landhelgisgæslunnar af Goðafossi …
Mynd sem tekin var með eftirlitsbúnaði flugvélar Landhelgisgæslunnar af Goðafossi í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Goðafoss var væntanlegur til Færeyja í nótt og þar verða skemmdir skoðaðar í kjölfar elds sem varð laus í skipinu á hafinu á milli Íslands og Færeyja í fyrrinótt.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur W. Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, sem gerir skipið út, að vegna aftakaveðurs á siglingaleið hafi verið ákveðið að snúa skipinu aftur til Færeyja. Öryggi áhafnar skipti öllu máli.

Ekki liggur fyrir hvenær Goðafoss kemur til Reykjavíkur. Ólafur segir að það fari eftir því hvenær skoðunarmenn geti hafið vinnu og hvort ráðast þurfi í viðgerðir í Færeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert