Hreiðar fékk fimm og hálfs árs fangelsi

Hreiðar Már í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hreiðar Már í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, var dæmdur í fimm ára fangelsi. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka í Lúxemborg, fékk þrjú ár og Ólafur Ólafsson, sem var stór hluthafi í Kaupþingi, fékk þriggja og hálfs árs dóm.

Ákærur í málinu voru gefnar út vegna viðskipta sem áttu sér stað fyrir rúmlega fimm árum, en 22. september 2008 var tilkynnt að eignarhaldsfélag Sheikhs Mohammeds Bin Khalifa Al Thani, Q Iceland Finance ehf, hefði keypt 5,01% hlut í Kaupþingi. Kaupverðið var 25,7 milljarðar króna. Tveimur vikum síðar komst Kaupþing í þrot.

Kaupþing lánaði 25,7 milljarða vegna hlutabréfakaupa í bankanum

Flestir töldu að Al Thani, sem er í hópi ríkustu manna heims, hefði komið með fjármagn inn í bankann í tengslum við þessi kaup, en við meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur upplýsti Hreiðar Már Sigurðsson að Kaupþing hefði lánað allt kaupverðið. Ekkert fjármagn hefði farið úr bankanum og ekkert hefði komið inn í hann. Hann lagði jafnframt áherslu á að þetta hefðu verið hagstæð viðskipti fyrir bankann sem sæist best af því að slitastjórn Kaupþings hefði fengið 3,5 milljarða greidda vegna sjálfsskuldaábyrgðar sem Al Thani veitti vegna hluta kaupverðsins.

Flókin viðskiptaflétta

Viðskiptafléttan á bak við þessi viðskipti er nokkuð flókin. Kaupþing lánaði félagi á Tortóla, sem hét Gerland Assets, 12.863.497.675 krónur. Félagið var í eigu Ólafs Ólafssonar, sem á þeim tíma átti 9,88% í Kaupþingi. Kaupþing lánaði einnig félaginu Serval Trading sömu upphæð, en það félag var í eigu Al Thani. Peningarnir frá báðum þessum félögum runnu 29. september 2008 inn á reikning félagsins Choice Stay. Þaðan fóru peningarnir inn á reikning Q Iceland Finance sem greiddi þá aftur til bankans.

Lánið til Serval var með sjálfskuldaábyrgð Al Thani. Eftir að Kaupþing féll voru peningar annars félags, Brooks Trading, sem einnig var í eigu Al Thani, notaðir til að gera upp skuldina við Al Thani. Kaupþing hafði í tengslum við þessi viðskipti lánað Brooks 50 milljónir dollara. Ekkert hefur hins vegar verið greitt af láninu til Gerlands.

Ákært fyrir markaðsmisnotkun

Allir fjórir voru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun, en saksóknari taldi að þeir hefðu blekkt markaðinn með því að gefa misvísandi upplýsingar um viðskiptin. Ekki var upplýst fyrr en eftir fall Kaupþings að bankinn lánaði allt kaupverðið og ekki var heldur upplýst um aðild Ólafs að viðskiptunum.

Sakborningar neituðu allir sök í málinu. Þeir sögðu að ekki væri venja að upplýsa í tilkynningu til Kauphallar um fjármögnun hlutabréfaviðskipta og ekki hefði verið lagaskylda að upplýsa um aðild Ólafs að viðskiptunum. Hreiðar Már hafnaði því að nokkuð hefði verið óeðlilegt við hvernig staðið var að lánveitingum í tengslum við þessi viðskipti, en viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð innan bankans af hálfu undirmanna sinna. T.d. hefði lánveitingin til Serval ekki verið borin undir lánanefnd bankans.

Al Thani bar ekki vitni fyrir dómi, en starfsmenn sérstaks saksóknara tóku skýrslu af honum í tengslum við rannsóknina. Þar sagðist hann ekki hafa vitað um beina aðild Ólafs að viðskiptunum. Lögmenn Al Thani, sem sömdu um uppgjör við slitastjórn Kaupþings, sögðu að hann liti svo á að hann hafi verið blekktur.

Saksóknarar við uppkvaðningu dómsins í dag.
Saksóknarar við uppkvaðningu dómsins í dag. mbl.is/Rósa Braga
Al Thani-málið er eitt umfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara ...
Al Thani-málið er eitt umfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur rannsakað. Málsskjöl í málinu eru um 9.000 blaðsíður. mbl.is/Rósa Braga
Verjendur sakborninga við uppkvaðningu dómsins í dag.
Verjendur sakborninga við uppkvaðningu dómsins í dag. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...