Hreiðar fékk fimm og hálfs árs fangelsi

Hreiðar Már í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hreiðar Már í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, var dæmdur í fimm ára fangelsi. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka í Lúxemborg, fékk þrjú ár og Ólafur Ólafsson, sem var stór hluthafi í Kaupþingi, fékk þriggja og hálfs árs dóm.

Ákærur í málinu voru gefnar út vegna viðskipta sem áttu sér stað fyrir rúmlega fimm árum, en 22. september 2008 var tilkynnt að eignarhaldsfélag Sheikhs Mohammeds Bin Khalifa Al Thani, Q Iceland Finance ehf, hefði keypt 5,01% hlut í Kaupþingi. Kaupverðið var 25,7 milljarðar króna. Tveimur vikum síðar komst Kaupþing í þrot.

Kaupþing lánaði 25,7 milljarða vegna hlutabréfakaupa í bankanum

Flestir töldu að Al Thani, sem er í hópi ríkustu manna heims, hefði komið með fjármagn inn í bankann í tengslum við þessi kaup, en við meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur upplýsti Hreiðar Már Sigurðsson að Kaupþing hefði lánað allt kaupverðið. Ekkert fjármagn hefði farið úr bankanum og ekkert hefði komið inn í hann. Hann lagði jafnframt áherslu á að þetta hefðu verið hagstæð viðskipti fyrir bankann sem sæist best af því að slitastjórn Kaupþings hefði fengið 3,5 milljarða greidda vegna sjálfsskuldaábyrgðar sem Al Thani veitti vegna hluta kaupverðsins.

Flókin viðskiptaflétta

Viðskiptafléttan á bak við þessi viðskipti er nokkuð flókin. Kaupþing lánaði félagi á Tortóla, sem hét Gerland Assets, 12.863.497.675 krónur. Félagið var í eigu Ólafs Ólafssonar, sem á þeim tíma átti 9,88% í Kaupþingi. Kaupþing lánaði einnig félaginu Serval Trading sömu upphæð, en það félag var í eigu Al Thani. Peningarnir frá báðum þessum félögum runnu 29. september 2008 inn á reikning félagsins Choice Stay. Þaðan fóru peningarnir inn á reikning Q Iceland Finance sem greiddi þá aftur til bankans.

Lánið til Serval var með sjálfskuldaábyrgð Al Thani. Eftir að Kaupþing féll voru peningar annars félags, Brooks Trading, sem einnig var í eigu Al Thani, notaðir til að gera upp skuldina við Al Thani. Kaupþing hafði í tengslum við þessi viðskipti lánað Brooks 50 milljónir dollara. Ekkert hefur hins vegar verið greitt af láninu til Gerlands.

Ákært fyrir markaðsmisnotkun

Allir fjórir voru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun, en saksóknari taldi að þeir hefðu blekkt markaðinn með því að gefa misvísandi upplýsingar um viðskiptin. Ekki var upplýst fyrr en eftir fall Kaupþings að bankinn lánaði allt kaupverðið og ekki var heldur upplýst um aðild Ólafs að viðskiptunum.

Sakborningar neituðu allir sök í málinu. Þeir sögðu að ekki væri venja að upplýsa í tilkynningu til Kauphallar um fjármögnun hlutabréfaviðskipta og ekki hefði verið lagaskylda að upplýsa um aðild Ólafs að viðskiptunum. Hreiðar Már hafnaði því að nokkuð hefði verið óeðlilegt við hvernig staðið var að lánveitingum í tengslum við þessi viðskipti, en viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð innan bankans af hálfu undirmanna sinna. T.d. hefði lánveitingin til Serval ekki verið borin undir lánanefnd bankans.

Al Thani bar ekki vitni fyrir dómi, en starfsmenn sérstaks saksóknara tóku skýrslu af honum í tengslum við rannsóknina. Þar sagðist hann ekki hafa vitað um beina aðild Ólafs að viðskiptunum. Lögmenn Al Thani, sem sömdu um uppgjör við slitastjórn Kaupþings, sögðu að hann liti svo á að hann hafi verið blekktur.

Saksóknarar við uppkvaðningu dómsins í dag.
Saksóknarar við uppkvaðningu dómsins í dag. mbl.is/Rósa Braga
Al Thani-málið er eitt umfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara ...
Al Thani-málið er eitt umfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur rannsakað. Málsskjöl í málinu eru um 9.000 blaðsíður. mbl.is/Rósa Braga
Verjendur sakborninga við uppkvaðningu dómsins í dag.
Verjendur sakborninga við uppkvaðningu dómsins í dag. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrði skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »

„Shut up and swim!“

09:19 Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Meira »

Mælti fyrir frumvarpi til stuðnings bókaútgáfu

08:58 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við bókaútgáfu á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu sem kynntar voru í haust. Meira »

Umskurður drengja ekki bannaður

08:35 Umskurður drengja er ekki bannaður samkvæmt íslenskum lögum og óvíst að umskurður geti fallið undir almenn hegningarlög. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sigríðar Á. Andersen dómsmálráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...