Fylgjast vel með Múlakvísl

Múlakvísl
Múlakvísl Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands fylgist vel með vatnshæð og leiðni í Múlakvísl en mælir Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú sýndi stöðuga aukningu rafleiðni í ánni frá ~225 µS/cm til ~350 µS/cm á tímabilinu 31. desember til 7. janúar. Bendir það til að hlaupvatn hafi lekið undir einum katlanna á vatnasviði Kötlujökuls.

Svipaðir lekar hafa áður komið í Múlakvísl, t.d. mældist leiðnin >250 µS/cm í smáhlaupi í október 2013.

Veðurstofan segir að ekki sé hætta á tjóni enn sem komið er en vel verði fylgst með ánni.

<span> </span>
mbl.is