„Fallegt að hommar vilji gefa blóð“

Hinsegin dagar hófust í dag í Blóðbankanum til að vekja athygli á að samkynhneigðir karlar fá ekki að gefa blóð hér á landi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sýndi Blóðbankanum og málinu stuðning. Hann segir regluna á vissan hátt vera barn síns tíma og að það sé „fallegt að hommar vilji gefa blóð eins og aðrir“.

Árni Grétar Jóhannsson var staddur í Blóðbankanum til að fylgjast með en hann segir það vera tímaskekkju að gefa sér að áhættuhegðun í kynlífi tengist samkynhneigðum körlum sérstaklega. 

Víða á Vesturlöndum hafa reglur um blóðgjafir verið rýmkaðar frá því að þær voru settar skömmu eftir að alnæmisfaraldurinn hófst snemma á níunda áratugnum. Í Kanada mega samkynhneigðir karlmenn t.a.m. gefa blóð ef fimm ár hafa liðið frá því að þeir höfðu samfarir við annan mann en í Bretlandi er miðað við eitt ár. 

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir mikilvægt að umræðan fari fram og að hún fari fram með yfirveguðum hætti en hann sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag.

Blóðbankinn hefur um langt skeið miðlað fræðsluefni um þetta málefni af alþjóðlegum vettvangi  og um rúmlega árs skeið hefur tengill á heimasíðu okkar haft fjölbreytt efni úr alþjóðlegri umræðu um þetta mál. http://blodbankinn.is/fraedsla/fraedsluefni-fyrir-blodgjafa/gogn-vardandi-serstakar-reglur-um-blodgjafir.-gogn-um-msm-og-blodgjafir/ 

Það er von okkar að sú umræða verði opnari, fjölbreyttari og upplýstari fyrir vikið. 

Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum.  Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd. 

Ljóst er að fjöldi aðila á að koma að þeirri umræðu; heilbrigðisyfirvöld, stofnanir heilbrigðisyfirvalda s.s. Landlæknir, embætti Sóttvarnalæknis, 
starfsfólk Blóðbankans, annað fagfólk innan heilbrigðisþjónustu, sjúklingasamtök, almenningur, samtök sem láta sig varða málefni samkynhneigðra, 
önnur mannréttindasamtök ofl. Ég hygg að reynsla Kanada sé dýrmæt í þessu tilliti. 

Nýleg umræða í fjölmiðlum um þessi málefni gefur starfsfólki Blóðbankans gott tækifæri til að koma áleiðis til almennings fróðleik um þessi málefni 
þe alþjóðlega umræðu um þá umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim 
að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (men who have had sex with men, MSM) 

http://blodbankinn.is/fraedsla/fraedsluefni-fyrir-blodgjafa/gogn-vardandi-serstakar-reglur-um-blodgjafir.-gogn-um-msm-og-blodgjafir/ 

Mig langar að nefna nokkur atriði af þessu tilefni, sem oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma 

(1) Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi. 
Það er í raun um að ræða opna umræðu um allan heim um þessi málefni. 
Fólk getur gert google leit fyrir "MSM" og "donation" eða "blood donation" og fengið aragrúa tengla og samþykkta um þetta málefni. 
Þetta er alþjóðleg umræða.  Þessi regla heilbrigðisyfirvalda er engan veginn sérstök fyrir Ísland. 

(2) Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans. 
Þetta er (líkt og kemur skýrt fram í þessum tengli) um heim allan reglur heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi, og einungis í valdi heilbrigðisyfirvalda hvers lands að breyta þessu. 

(3) Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. 
Í raun hafa einstaka lönd (heilbrigðisyfirvöld þeirra landa) liðkað til um reglur í þessu tilliti, en ALDREI (mér vitanlega) með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM; 
en miklu fremur leyfa blóðgjöf þeirra MSM sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í 1, 5 eða 10 ár (mismunandi eftir löndum). 
Þetta hefur verið nefnt "temporary deferral" í stað "permanent referral". 
Þetta er vel skýrt í samþykkt evrópskra heilbrigðisyfirvalda (Committee of Ministers) frá mars 2013 (sjá yfirlýsingu dags. 27. maí 2013 hér að neðan) 
Hefur þetta vakið blendin viðbrögð félagasamtaka og fjöldahreyfinga í viðkomandi löndum. 

(4) Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, "klippt og skorið". 
Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; 
málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni, 
Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma.............á báða bóga. 

(5) Heilbrigðisyfirvöld hvers lands geta ákveðið að breyta sínum reglum eða ákveðið að breyta ekki sínum reglum. 
Ísland var aðili að samþykkt evrópskra heilbrigðisyfirvalda um þetta málefni, og verður að gera ráð fyrir því 
að ef þessi mál verða skoðuð nánar þá muni hérlend yfirvöld fylgja því vinnuferli sem þar var samþykkt. 
Í því sambandi verður að telja líklegt að fjöldi aðila (fagaðilar, félagasamtök, sjúklingasamtök ofl.) verði kallaður að málinu. 
Gera verður ráð fyrir gleggra mati á tíðni sjúkdóma sem geta borist með blóði, áætlun um nánari skimunaraðferðir, 
samræmdu áhættumati ofl ofl. 

Ég fagna upplýstri umræðu um þessi málefni og því höfum við kappkostað 
að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðu okkar, www.blodbankinn.is 
_____________________________________________________________________________ 
Samþykkt evrópskra heilbrigðisyfirvalda (Committee of Ministers)  á vettvangi Evrópuráðsins í Strassbourg 
leitast við að skýra afstöðu heilbrigðisyfirvalda þessara landa, og nefna forsendur þessarar reglu 
og þeim skilyrðum sem þurfa að vera til staðar til að breyta þeirri reglu. 

Þessa skýrslu: 
1. Samþykkt ráðherranefndarinnar sem er skipuð heilbrigðisráðherrum allra aðildarríkjanna (eða fulltrúum sem þeir hafa valið fyrir sína hönd). 

2. Technical memorandum inniheldur margvíslegar áhugaverðar og mikilvægar upplýsingar 

og fleira finnið þið á heimasíðu okkar. 
http://blodbankinn.is/fraedsla/fraedsluefni-fyrir-blodgjafa/gogn-vardandi-serstakar-reglur-um-blodgjafir.-gogn-um-msm-og-blodgjafir/ 

Sóttvarnalæknir, Landlæknir og Velferðarráðuneyti eru vel upplýst um þessi mál í alþjóðlegu samhengi. Allar þessar stofnanir heilbrigðisyfirvalda eru virkar í alþjóðlegu samstarfi og þekkja þessi málefni. Þeir hafa fengið afrit þessara skjala. 

Ekki hefur af hálfu ráðuneytisins verið boðuð breyting á þessari reglu, svo mér sé kunnugt. 
Ráðuneytið hefur ekki leitað álits Blóðbankans á þessum málefnum. 
Sérstök ráðgjafanefnd heilbrigðisráðherra um málefni blóðbankaþjónustu hefur ekki fjallað um þessi málefni, svo mér sé kunnugt, 
né heldur hefur heilbrigðisráðherra vísað þessu málefni til þessarar ráðgjafanefndar ráðherrans, svo mér sé kunnugt um. 


Með vinsemd og virðingu 
Sveinn Guðmundsson

mbl.is

Innlent »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

Í gær, 16:30 Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007. Meira »

Vann söngkeppnina með Wicked Games

Í gær, 16:20 Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag. Meira »

Báturinn kominn til Ísafjarðar

Í gær, 16:08 „Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. Meira »

Yfir 40 milljarðar til háskólanna

Í gær, 15:51 Framlög ríkisins til háskólastigsins mun hækka á næstu árum og mun fara yfir 40 milljarða króna árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun 2020 til 2024, a því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

Í gær, 15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

Í gær, 15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

Í gær, 14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

Í gær, 13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

Í gær, 13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...