Elliði kemur Hönnu Birnu til varnar

Elliði Vignisson
Elliði Vignisson Oli Haukur

Ég lýsi yfir fullum stuðningi við ákvarðanir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í þessu máli og við hana persónulega. Ekkert hefur hingað til komið fram sem bendir til þess að hún hafi brotið lög eða brugðist embættisskyldum sínum. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, á heimasíðu sinni í dag.

„Engin grunur er um að Hanna Birna hafi sjálf lekið gögnum og það er fáránlegt að ætlast til þess að ráðherra segi af sér ef grunur leikur á um að einhver starfsmaður hafi gerst brotlegur,“ segir hann og bætir við að allt tal um að ráðherra hafi beitt lögreglustjóra þrýstingi hafi verið borið til baka af lögreglustjóranum sjálfum.

„Lögregla hefur lokið rannsókn og sent það til ríkissaksóknara. Velji hún að sitja áfram í stóli ráðherra þrátt fyrir aðförina þá treysti ég henni til þess. Eins óheppilegt og þetta mál allt og umbúðir þess eru þá hef ég aldrei séð neitt fram komið sem fær mig til að efast um heilindi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,“ segir hann.

Telur upplýsingarnar geta átt erindi við almenning

Þá segir hann að upplýsingarnar sem lekið var úr ráðuneytinu geti átt fullt erindi við almenning. „Sjálfum þykir mér fullkomlega eðlilegt að þegar ég tek afstöðu til þess hvort ég lýsi yfir stuðningi við hælisleitanda á opinberan máta eins og þar var hvatt til hafi ég upplýsingar um það hvort viðkomandi sé grunaður um aðild af viðbjóðslegum glæpum eins og mansali.“

Kjörnir fulltrúar víkja fyrir embættismönnum

Hann segir framgöngu embættismanna á Íslandi vekja furðu sína og segir það hafið yfir allan vafa að þeir stjórni landinu. „Kjörnir fulltrúar eru í besta falli til hliðar við ákvarðanir líkt og gert var víðfrægt í þáttunum „Yes minister“.  Eftir sem áður vekur það furðu mína að fylgjast með framgöngu sumra þeirra í þessu máli. Ef til vill eru þeir að styrkja valdastöðu sína gagnvart stjórnmálamönnum. Ef til vill eru þeir að þóknast einhverjum meintum almannarómi. Ef til vill eru þeim bara svona mislagðar hendur í þessu. Ég veit það ekki.“

Gert til að friðþægja ofsóknarfólkið

Elliði gagnrýnir þá fjölmiðla sem hann telur hafa gengið harðast fram í málinu í færslunni.  „Þar hefur DV farið fremst og ekkert óeðlilegt við það. DV er miðill sem heggur fast, en misfast þó. Ritstjórinn hefur haldið því fram að miðilinn „taki fólk niður“ með því að „pönkast á því út í það óendanlega“,“ segir hann.  

„Ég hef líka staðið mig að því að velta vöngum yfir því hvort ríkissaksóknari sé enn við sama heygarðshornið og hún var í þátttöku sinni í aðför að Geir H. Haarde, aðför sem endaði með því að Geir var fundinn sekur um einn ákærulið af fjórum (að halda ekki nógu marga ríkisstjórnarfundi) en ekki gerð refsing,“ segir hann. „Ef til vill var sú niðurstaða til þess að friðþægja ofsóknarfólkið. Þá er afstaða og þrákelkni umboðsmanns Alþingis athyglisverð og vera kann að umboðsmaðurinn hafi hlaupið útundan sér í þessu máli eftir að DV hafði reimað á hann rauðleita skóna.“

mbl.is

Innlent »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect þá ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »

Raskanir hafa keðjuverkandi áhrif

15:31 Ellefu af tólf landgöngubrúm á Keflavíkurflugvelli voru teknar í notkun á nýjan leik klukkan eitt í dag þegar lægði nægilega mikið. Farþegar í þrem­ur flug­vél­um sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un höfðu þá beðið í nokkrar klukkustundir eftir að kom­ast úr vél­un­um vegna vonskuveðurs. Meira »

Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“

15:20 „Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar um kjaramál nú í hádeginu. Meira »

Húsið að mestu leyti ónýtt

14:04 Húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði er nánast alveg ónýtt eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er spurning með þessa steyptu veggi, hvort þeir geti haldið sér, en húsið er annars að mestu ónýtt og þetta er mikið eignatjón.“ Meira »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »

Skorti ekki vatn heldur þrýsting

11:50 Vatnsveita Hafnarfjarðar þurfti á auka þrýsting að halda vegna slökkvistarfs á Hvaleyrarbraut en þar varð stórbruni í gærkvöldi. Jón Guðmundsson, vaktmaður hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar, segir að vatnsveitan hafi ekki þurft á meira vatni að halda eins og kom fram í frétt Vísis í nótt. Meira »

Slitlag flettist af á Snæfellsnesi

11:37 Slitlag er tekið að flettast af vegi á Snæfellsnesi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, en verulega hvasst er nú á Suðvestur- og Vesturlandi. Varar Vegagerðin sérstaklega við veðri í Búlandshöfðanum, þar sem skemmdir hafa orðið á slitlagi vegna foks. Meira »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...