Aníta í sextándu búðum

Mynd/Mongol Derby

Anítu miðar vel áfram í Mongol Derby, 1.000 km kappreið yfir sléttur Mongólíu. Er hún nú komin í 16. búðir og því rúmlega hálfnuð með keppnina. Er hún nú í 13.-16. sæti og hún virðist halda jöfnum og fínum hraða. 

Sjö keppendur hafa náð ansi afgerandi forystu og eru þeir komnir í 19. búðir. Eru í þeim hópi þrír Bretar, tveir Bandaríkjamenn og tveir Ástralar. Af þeim eru þrjár konur og fjórir karlar.

Á eftir Anítu eru 24 keppendur og af þeim eru 20 staddir í 14. búðum. 

Hér má fylgjast með Anítu á facebooksíðu hennar. 

Sjá frétt mbl.is: Aníta tæplega hálfnuð

Hér má sjá landslagið sem Aníta ferðast um í Mongólíu.
Hér má sjá landslagið sem Aníta ferðast um í Mongólíu. Mynd/Mongol Derby
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert