Niðurfærslan kostað 427 milljónir króna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmd og kynningu á niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra fasteignaveðlána verði samtals 427,3 milljónir króna vegna áranna 2014 og 2015. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við skriflegri fryirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Fram kemur að kostnaðurinn sé annars vegar vegna verkefnisstjórnar og hins vegar vegna miðlægrar framkvæmdar hjá embætti ríkisskattstjóra. „Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að framkvæmd beggja verkefna færi fram hjá lánastofnunum og að framkvæmdarkostnaður félli til þar. Þegar undirbúningur verkefnisins hófst var ljóst að sú tilhögun gekk ekki vegna þess að mikilvægt var að vinna úr umsóknum með samræmdum hætti. Þá var embætti ríkisskattstjóra falin miðlæg framkvæmd verkefnanna.

Fram kemur að launa- og rekstrarkostnaður hjá verkefnisstjórn á árinu 2014 hafi numið 55 milljónum króna, aðkeypt sérfræðiþjónusta hafi numið 43 milljónum króna og kynningar og almannatengsl, þ.m.t. auglýsingakostnaður, hafi numið 17 milljónum króna. Launa- og rekstrarkostnaður hjá embætti ríkisskattstjóra hafi numið 178 milljónum króna, aðkeypt sérfræðiþjónusta 76 milljónum króna og kynningar og almannatengsl 25 milljónum.

Svar ráðherrans í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina