Leiðréttingin greidd að fullu

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við kynningu á skuldaleiðréttingu …
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við kynningu á skuldaleiðréttingu heimilanna í Hörpu. mbl.is/Kristinn

Nýlega var gengið frá lokauppgjöri milli ríkissjóðs og fjármálafyrirtækja vegna höfuðstólsleiðréttingar fasteignaveðlána. Greiðslan var lokaáfangi í framkvæmd aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. 

Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu kemur fram að við samþykkt leiðréttingarinnar hafi lánum umsækjenda verið skipt í frumlán og leiðréttingarlán.

Greiðslubyrði lántakanda lækkaði strax við samþykkt um alla höfuðstólsleiðréttinguna en ríkið tók yfir greiðslu af leiðréttingarláninu. Við lokauppgjör ríkissjóðs hverfur svokallaður leiðréttingarhluti lána af fasteignaveðlánum.

Greiðslan hefur þau áhrif að höfuðstóll 51 þúsund fasteignaveðlána lækkar.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar á skuldavanda heimila voru kynntar í nóvember 2013.

Í framhaldi hófst undirbúningur við framkvæmd en aðgerðirnar fólust annars vegar í beinni niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar í heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til þess að niðurgreiða húsnæðislán eða til að fjárfesta í húsnæði.

Sú leið er enn opin og verður til ársins 2017. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK