Lúsmý dreifir úr sér

Elva Rósa taldi um 75 bit á dóttur sinni Önnu …
Elva Rósa taldi um 75 bit á dóttur sinni Önnu Lísu. Ljósmynd/Úr einkasafni.

Elva Rósa Skúladóttir taldi um 75 bit eftir lúsmý á dóttur sinni Önnu Lísu Hallsdóttur eftir að hún kom heim úr sumarbúðum í Kjósinni síðastliðinn laugardag. Hún segist ekki hafa orðið vör við bitin fyrr en á þriðjudag og því gæti hún einnig hafa fengið þau heima í Mosfellsbænum. „Hún svaf með opinn glugga sem snýr í norður,“ segir Elva en Mosfellingar hafa orðið varir við að ef glugginn snýr í norður eru árásir frá lúsmýinu tíðari.

Anna Lísa vaknaði svo í vikunni með fleiri bit sem hún hefur þá fengið á heimili sínu í Mosfellsbæ. Elva segir bitin afar mörg og Önnu klæi í þau. Þær mæðgur fengu leiðbeiningar um að setja Mildison-krem og kláðastillandi krem á bitin ásamt því að fylgjast vel með hvort það kæmi hiti eða sýking í þau. Elva telur bitin ekki hafa hjaðnað.

Þá vaknaði móðir Elvu Rósar, sem býr í Vogahverfinu, einnig öll útbitin á dögunum. „Þetta er greinilega komið víða,“ segir Elva.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands kem­ur fram að lús­mý er af ætt ör­smárra mý­flugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýr­um, allt frá skor­dýr­um til mann­skepna. Mýið tilheyrir ættinni ceratopogoni­dae sem hýs­ir fjölda teg­unda um all­an heim. Ættin hef­ur hlotið litla athygli vegna þess hve óaðgengi­leg hún er.

Í Skotlandi finn­ast sex­tán teg­und­ir sem leggj­ast á fólk og því þarf að leggj­ast í frek­ari rannsóknarvinnu hér á landi. Teg­und­ir lús­mýs eru sum­ar illa liðnar fyr­ir að bera sjúk­dóma í húsdýr. Eng­in skosku teg­und­anna er þekkt fyr­ir að sýkja menn en at­lög­urn­ar geta verið ljót­ar. Oft verða menn ekki var­ir við agn­arsmá kvik­ind­in þegar þau stinga og vita því ekki hvað gerst hef­ur þegar skyndi­leg­ur roði, kláði og bólg­ur í húð blossa upp.

Flug­urn­ar geta lagt til at­lögu marg­ar sam­an, tug­ir eða hundruð, að nóttu til eða degi, utan húss sem inn­an, og skilið eft­ir sig ljót bit. Þær verða til við ýms­ar aðstæður, í vatni, blaut­um og rök­um jarðvegi eða í skít­haug­um við gripa­hús.

Fyrri fréttir mbl.is um málið:

Lúsmý herjar á Ísland

Urðu að yfirgefa sumarhúsið

Óvenjumikið um bit í Vindáshlíð

Lúsmýið er farið að dreifa úr sér.
Lúsmýið er farið að dreifa úr sér. Ljósmund/Erling Ólafsson
Flugurnar eru afar ákafar.
Flugurnar eru afar ákafar. Ljósmynd/Úr einkasafni.
mbl.is

Bloggað um fréttina