Mannanöfn, áfengi og breytt klukka

Fyrir utan þingmál á nýafstöðnu löggjafarþingi sem kalla má hefðbundin voru nokkur slík sem vöktu sérstaka athygli fyrir þær sakir að vera á einhvern hátt öðruvísi. Bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Fæst þeirra voru endanlega afgreidd á þinginu og mörg hafa verið flutt oftar en einu sinni og verða hugsanlega flutt aftur eftir að þing kemur saman í haust. Mbl.is tók saman nokkur slík mál sem lesa má um hér fyrir neðan.

Það þingmál sem kannski vakti einna mesta athygli var þingsályktunartillaga þess efnis að ríkisstjórninni yrði falið að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Valin yrði hentug tímasetning innan árs frá samþykkt tillögunnar að lokinni kynningu. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, en aðrir flutningsmenn komu úr öllum öðrum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Tillagan fór í gegnum fyrri umræðu á Alþingi og gekk síðan til velferðarnefndar en var ekki afgreidd úr nefndinni.

Lagafrumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um afnám einkasölu ríkisins á áfengi vakti mikla athygli, en meðflutningsmenn þess komu auk Sjálfstæðisflokksins úr Framsóknarflokknum og Bjartri framtíð. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu og að henni lokinni vísað til allsherjar- og menntamálanefndar og afgreitt þaðan. Hins vegar var það ekki tekið til annarar umræðu. Vilhjálmur hefur boðað að frumvarpið verði flutt aftur.

Þingflokkur Pírata lagði fram þingsályktunartillögu um jafnt aðgengi að internetinu og var fyrsti flutningsmaður hennar Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. Samkvæmt henni skyldi ríkisstjórninni falið að vinna aðgerðaáætlun um jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu óháð búsetu og fjárhag með þeim rökum að aðgengi að internetinu ætti efalaust eftir að teljast meðal mikilvægustu mannréttinda framtíðarinnar. Tillagan fór í gegnum fyrri umræðu og var vísað til umhverfis- og samgöngunefndar en ekki afgreidd úr henni.

Lagafrumvarp um að mannanafnanefnd yrði lögð niður og hver sem er gæti þar með til að mynda tekið upp ættarnafn vakti að sama skapi talsverða athygli. Fyrsti flutningsmaður þess var Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, en auk samflokksmanna hans komu aðrir flutningsmenn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og frá Pírötum. Frumvarpið fór í gegnum allsherjar- og menntamálanefndar og var afgreitt úr henni. Málinu var vísað til ríkisstjórnarinnar og hvatt til heildarendurskoðunar laga um mannanöfn.

Stofnun Landsiðaráðs var efni þingsályktunartillögu sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, var fyrsti flutningsmaður að en auk hennar voru meðflutningsmenn frá öllum stjórnarandstöðuflokkunum. Tillagan gekk út á að fela forsætisráðherra að skipa starfshóp allra stjórnmálaflokka á Alþingi til að undirbúa lagasetningu um hlutverk, skipan og starfssvið siðaráðs á landsvísu. Málið var tekið til fyrri umræðu og vísað til allsherjar- og menntamálanefndar en ekki afgreitt þaðan.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu um að umhverfis- og auðlindaráðherra yrði falið að finna leiðir til þess að draga úr notkun plastpoka hér á landi. Aðrir flutningsmenn komu frá öllum öðrum flokkum á þingi. Tillagan hlaut brautargengi á þingi og var samþykkt skömmu fyrir þinglok.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram þingályktun á nýjan leik ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum um að kannaðir yrðu möguleikar og hagkvæmni þess að stofna áburðarverksmiðju hér á landi. Tillagan var rædd við fyrri umræðu og síðan vísað til atvinnuveganefndar en ekki afgreidd þaðan.

Þingsályktun þess efnis að umfang matarsóunar yrði metið hér á landi var einnig lagt fram og var fyrsti flutningsmaður hennar Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Aðrir flutningsmenn komu úr öllum öðrum flokkum á þingi. Tillagan var rædd við fyrri umræðu á Alþingi og síðan vísað til atvinnuveganefndar en ekki afgreidd úr nefndinni.

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi gera starfsemi spilahalla löglega hér á landi og var fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps þess efnis. Starfsemin færi fram undir opinberu eftirliti og óheimilt væri að gera fjárhættuspil að atvinnu sinni. Aðrir flutningsmenn fyrir utan samflokksmenn hans komu úr Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Frumvarpið fór hins vegar hvorki til umræðu í þingsal né var því vísað til þingnefndar.

Frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti, þess efnis að óheimilt yrði að hljóðrita símtal án þess að tilkynna hinum aðilanum sérstaklega um það og afla samþykkis hans, var einnig lagt fram, en fyrsti flutningsmaður þess var Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Frumvarpið var hins vegar ekki rætt í þingsal og gekk ekki til nefndar.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lagði fram frumvarp til laga um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra gagnvart Alþingi ásamt öðrum þingmönnum flokksins. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu og síðan vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki afgreitt þaðan.

Alþingi Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Alþingi Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Ómar Óskarsson
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Tjónið þegar töluvert

05:30 Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Hælisleitendum fjölgar verulega

05:30 Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »

Flugfélögin ræðast við um helgina

05:30 Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Meira »

Orkupakkinn með fyrirvara

05:30 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins, með þeim fyrirvara að sá hluti reglnanna er snúi að flutningi raforku yfir landamæri muni ekki koma til framkvæmda nema Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. Meira »

Greiðsla úr sjóði er háð þátttöku fólks

05:30 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Veður gengur niður

Í gær, 23:59 Gular og appelsínugular viðvaranir sem hafa verið í gildi eru ýmist dottnar út eða detta út á allra næstu klukkustundum. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stundum leynast merki í töluboxi

Í gær, 22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

Í gær, 22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

Í gær, 21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

Í gær, 21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

Í gær, 20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

Í gær, 20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

Í gær, 20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

Í gær, 19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

Í gær, 19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

Í gær, 18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

Í gær, 18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...