Tugir kílóa af fíkniefnum

Lögregla og tollgæsla lögðu hald á mikið magn af fíkniefnum þegar Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í gær.

Er talið að þetta sé eitt stærsta fíkniefnamál sem hefur komið upp á Íslandi en um tugi kílóa af hvítu efni er að ræða, um 70 kíló, samkvæmt heimildum mbl.is.  

Landhelgisgæslan flaug með hóp lögreglumanna í þyrlu austur á land í gær vegna málsins.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir að par frá Hollandi sé í haldi lögreglu.

Lögreglan á Austurlandi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Norræna.
Norræna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert