Dregur framboðið til baka

Árni Björn Guðjónsson.
Árni Björn Guðjónsson.

Árni Björn Guðjóns­son, fyrr­ver­andi odd­viti Kristi­lega lýðræðis­flokks­ins, hefur dregið til baka framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Í yfirlýsingu sem Árni sendi fjölmiðlum í dag segir að þar liggi „sérstakar ástæður“ að baki en ástæðurnar eru ekki tilteknar frekar.

„Ég vona að þeir sem sem verða kosnir verði ötulir baráttumenn eða konur gegn haturs meðal mannkyns,“ segir í yfirlýsingu Árna. Framboð hans varði í rétt rúman sólarhring en hann hafði tilkynnt að hann hyggðist aðeins sitja í tvö kjörtímabil næði hann kjöri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert