Látin laus gegn tryggingagjaldi

Konan var handtekin á Pearson alþjóðaflugvellinum í Toronto.
Konan var handtekin á Pearson alþjóðaflugvellinum í Toronto. mynd/Wikipedia

Íslensk kona, sem handtekin var á alþjóðaflugvellinum í Toronto í Kanada í desember, grunuð um eiturlyfjasmygl, hefur verið látin laus gegn tryggingagjaldi. Konan kom fram fyrir dómara á föstudaginn en tók ekki afstöðu til ákærunnar að sögn Louise Savard, yf­ir­manns hjá Kon­ung­legu kanadísku ridd­ara­lög­regl­unni í sam­tali við mbl.is. Savard gat ekki veitt upplýsingar um hver greiddi tryggingarféð eða um hversu háa upphæð er að ræða.

Konan, sem er fertug, kemur næst fram fyrir dómara 18. mars og er nú í farbanni. 

Að sögn Savard er málið enn í rannsókn en konan er grunuð um að hafa ætlað að smygla 954 grömmum af kókaíni í gegnum Pearson-flugvöllinn í Toronto.

Fyrri frétt mbl.is: Verður leidd fyrir dómara á föstudaginn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert