Gæslan fann ekki annan ísbjörn

Þyrla Gæslunnar á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki í dag.
Þyrla Gæslunnar á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki í dag. Ljósmynd/Björn Jóhann Björnsson

Landhelgisgæslan hélt í leitarleiðangur á Norðurlandi í dag, til að ganga úr skugga um að ekki væri annar ísbjörn á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni var flogið frá Skagaströnd og norður fyrir Skaga og suður með að Sauðárkróki. Lagt var af stað í hádeginu en enginn björn var sjáanlegur og er leit nú lokið.

mbl.is