Fyrrverandi eigandi Strawberries neitar sök

Maðurinn er fyrrverandi eigandi Strawberries við Lækjargötu.
Maðurinn er fyrrverandi eigandi Strawberries við Lækjargötu. mbl.is/Ómar

Fyrrverandi eigandi Strawberreis neitar sök í öllum liðum ákæru embættis héraðssaksóknara gagnvart sér og félögum sem hann var í forsvari fyrir. Var hann ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa vantalið virðisaukaskattsskylda veltu upp á rúmlega 230 milljónir og ekki staðið skil á 52,6 milljóna virðisaukaskattsgreiðslu. Þá er hann einnig ákærður fyrir að telja ekki fram tekjur upp á 64 milljónir og standa skil á 28 milljóna tekjuskatti vegna þeirra.

Frétt mbl.is: Fyrrverandi eigandi Strawberries ákærður

Í tengslum við málið var farið fram á upptöku á tveimur fasteignnum mannsins, fjölda bif­reiða, meðal ann­ars Ca­dillac, Cor­vette, Ford Thund­er­bird og BMW 3-seríu, og fjölda vöru­bif­reiða. 

Við þingfestingu málsins í dag hafnaði maðurinn öllum ákæruliðum, bótakröfu og upptökukröfum í málinu. Þá sakaði lögmaður mannsins lögreglu um að hafa gert upptæka ýmsa skartgripi við húsleit hjá honum þegar málið var rannsakað. Meðal annars hafi verið um að ræða hringa og nælur sem væru samtals milljóna virði, en maðurinn sagði þetta vera erfðagripi. Lögmaður hans sagði að samkvæmt lögreglu væru munirnir nú týndir og kallaði maðurinn þetta ekkert annað en þjófnað af hálfu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert