Sökuð um að reyna að koma Gunnari á lista

Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er sökuð um að hafa reynt ...
Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er sökuð um að hafa reynt að beita sér til að koma Gunnari Ingiberg Jónssyni fyrrverandi gjaldkera flokksins ofar á lista í Norðvesturkjördæmi. Kristinn Ingvarsson

Birgitta Jónsdóttir  þingflokksformaður Pírata, er í bréfi sem Lilja Magnúsdóttir, fyrrverandi meðlimur kjördæmisráðs Pírata í Norðvesturkjördæmi sendi á fjölmiðla í dag, sökuð um að hafa reynt að beita sér til að koma Gunnari Ingiberg Jónssyni fyrrverandi gjaldkera flokksins ofar á lista í Norðvesturkjördæmi. Flokksmenn hafi ennfremur verið hvattir til þess að samþykkja ekki listann í kjördæminu.

Birgitta hefur hafnað þessum ásökunum á þræði á Pírataspjallinu og segir þær ekki eiga við nein rök að styðjast. 

Píratar höfnuðu lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í atkvæðagreiðslu á landsvísu eftir að Þórður Pétursson, sem hafði verið kjörinn oddviti flokksins í kjördæminu, var sakaður um smölun fyrir prófkjör. Prófkjörið var því endurtekið, en Lilja segir þá ákvörðun þó ekki hafa verið tekna fyrr en mistekist hafi að koma Gunnari Ingiberg ofar á listann með öðrum ráðum.

„Þegar niðurstaða kosningarinnar varð ljós fór að bera á óánægju þeirra Vestfirðinga enda þeirra maður frekar svekktur með sinn hlut og vildi ofar. Kæra vegna smölunar fór í gang og símhringingar fóru að berast.  Aðilinn í þriðja sæti sem og aðilinn í fjórða sæti fengu símhringingar frá kosningastjóra og meðlimum framkvæmdaráðs þess efnis að Gunnar Ingiberg gerði kröfu á að komast ofar á lista og menn voru beðnir um að færa sig til í hans þágu,“ segir í bréfi Lilju.

Þá hefur RÚV eftir Hafsteini Sverrissyni, fyrrverandi varaformanni Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í flokksmenn víða á Vesturlandi og mælst til þess að hliðrað væri til fyrir Gunnari.

„Þingmaður flokksins, Birgitta Jónsdóttir, fór hamförum á leynilegri síðu flokksins þar sem hún sagðist þekkja mann og annan í heimabæ Þórðar Péturssonar, efsta manns á lista, sem gættu sagt sér hitt og þetta um manninn...” heldur Lilja áfram og birtir skjáskot af ummælum Birgittu um Þórð: „Ég er búin að finna einn úr Garðabæ sem þekkir hann og hann ber honum ekki góða sögu og er vinur Pírata, fæ ekkert að vita meira fyrr en ég fer í útvarpsviðtal á miðvikudagsmorgun... arg.“ og „Og er frekar óvinsæll þjálfari þar í bæ...,“ segir í ummælunum.

Gengdarlaus áróður á Facebook síðum flokksins

Lilja segir gegndarlausan áróður hafa verið á Facebook-síðum flokksins, bæði opinberum og óopinberum. 

„Símtöl héldu áfram að berast um allt land.  Fólk var beðið um að fella listann og ýmiskonar rökum slengt fram, efstu menn væru ekki þekktir innan grasrótarinnar í Reykjavík, það væri ekki nógu margar konur á listanum og það þyrfti að rétta við hlut Vestfirðinga. En fyrst og fremst var sú ástæða nefnd að smölun væri ekki liðin innan flokksins. Allavega ekki úr þeirri átt sem talin var hafa verið í baráttu efsta manns á listanum.“

Listinn var felldur í atkvæðagreiðslu Pírata á landsvísu og kosið aftur, en sex frambjóðendur hættu við að bjóða sig fram í annað sinn, m.a. Þórður. Í seinni kosningunni hafnaði Eva Pandóra Baldursdóttir í efsta sæti, en hún var í fjórða sæti í fyrra prófkjörinu. Í öðru sæti varð Gunnar Ingiberg Jónsson, sem og er því um töluverðar breytingar að ræða frá fyrri lista. 

Á ekki við rök að styðjast

Birgitta hafnar alfarið þessum ásökunum á þræði á Pírataspjallinu og segist vera í miklu áfalli við að lesa um ásakanir þess eðlis. 

„Því sem er haldið þarna fram er særandi og á ekki við nein rök að styðjast. Ég hef heyrt kjaftasögur um að ég hafi verið að hringja í fullt af fólki til að segja því hvernig það á að haga sér í þessu NV dæmi, fólk sem ég hef bara aldrei heyrt í síma, né hef ég símanúmerin þeirra. Ég hafna þessum ásökunum en vil ekki taka slag við félaga mína í fjölmiðlum,“ skrifar Birgitta.

mbl.is

Innlent »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

Í gær, 20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

Í gær, 20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

Í gær, 19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »

Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu

Í gær, 18:39 Jón Gnarr hefur ákveðið að farga mynd eftir Banksy, sem hann fékk að gjöf þegar hann starfaði sem borgarstjóri Reykjavíkur, við fyrsta tækifæri „þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan“. Meira »

Gleði og vinátta í prjónaklúbbum

Í gær, 18:30 Hlátrasköll og kliður mæta blaðamanni þegar hann mætir í Menningarhúsið í Árbæ. Mánudagsprjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborgar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Meira »

Stressandi en frábær upplifun

Í gær, 18:17 „Við höfðum trú á því að við gætum endað í sæti en þetta var smá sjokk,“ segir Kara Sól Einarsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla. Hún var hluti af sigurliði Árbæjarskóla í Skrekk í gærkvöldi. Meira »

Landsréttur stytti farbannið

Í gær, 17:51 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að tveir menn skuli sæta farbanni að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Meira »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

Í gær, 16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefið sé út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

Í gær, 15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

Í gær, 15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

Í gær, 15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

Í gær, 14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »
LAGERHREINSUN - FÆÐUBÓTAREFNI Á FRÁBÆRU VERÐI!
Lagerhreinsun á fæðubótarefnum frá þekktum framleiðendum á morgun laugardag 10. ...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Fullbúin íbúð til leigu til áramóta !
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Til leigu
Íbúð til leigu Ca. 100 m2 íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi í suðurhlíðum Kópavogs,...