Ný tilvik til rannsóknar í Siglufjarðarmáli

Sparisjóðurinn AFL á Siglufirði.
Sparisjóðurinn AFL á Siglufirði.

Rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti Magnúsar Jónassonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar á Siglufirði og skrifstofustjóra AFLs Sparisjóðs á Siglufirði, er orðin umfangsmeiri en áður hafði verið áætlað eftir að ný tilvik bættust við rannsóknina. Þetta hleypur málinu upp í smá óvissu varðandi væntanlega tímalengd á rannsókninni. Þetta staðfestir Ólafur Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is.

Áður hafði verið greint frá því að rannsókn málsins væri á lokastigum

Ólafur segir meiri upplýsingar hafa komið inn í málið sem kalli á fleiri skýrslutökur og öflun frekari gagna. Aðspurður hvað felist í hinum nýju upplýsingum segist Ólafur ekki getað svarað því en að um sé að ræða sama málið og hafi verið til rannsóknar.

Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra frá í apríl á þessu ári kemur fram að sparisjóðurinn fari fram á greiðslu frá Magnúsi upp á 107 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Samþykkti héraðsdómur vegna þessa kyrrsetningarkröfu á fjölda eigna Magnúsar.

Magnús lét af störf­um hjá spari­sjóðnum í júní 2015 eft­ir að hafa starfað þar í ald­ar­fjórðung. Eft­ir starfs­lok­in vöknuðu grun­semd­ir um mis­ferli og var hann að lok­um kærður til héraðssak­sókn­ara sem tók málið til rann­sókn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert