Starfslokasamningur tekinn fyrir á lokuðum fundi

Róbert Ragnarsson er á förum úr bæjarstjórastóli í Grindavík.
Róbert Ragnarsson er á förum úr bæjarstjórastóli í Grindavík. mbl.is/Helgi Bjarnason

Áætlað er að halda bæjarstjórnarfund í Grindavík á morgun þar sem starfslokasamningur við Róbert Ragnarsson bæjarstjóra verður tekinn fyrir. Fundurinn verður lokaður og er ástæða þess sögð sú að á honum verða lögð fram trúnaðargögn.

Marta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna, staðfesti þetta við Morgunblaðið og gagnrýnir um leið að fundurinn verði haldinn fyrir luktum dyrum.

„Samkomulag á milli bæjarstjóra og meirihlutans um starfslok liggur fyrir,“ sagði hún og bætti við að bæjarstjóri og meirihluti í bæjarstjórn Grindavíkur, þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Listi Grindvíkinga, hefðu unnið að starfslokasamningnum í langan tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert