„Bara toppurinn á ísjakanum“

Um 20 kg af hassi fundust um borð í grænlenska ...
Um 20 kg af hassi fundust um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Fíkniefni eru gríðarlegt vandamál á Grænlandi. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

„Þetta er töluvert magn tekið í skipinu en þetta er bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, um þau 20 kg af hassi sem fundust um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir ólíklegt að efnin hafi verið ætluð íslenskum markaði.

Fíkniefnanotkun er gríðarlegt vandamál á Grænlandi og segir Inga Dóra það mikið áhyggjuefni hve stór hópur fólks á öllum aldri notar fíkniefni. „Það er að segja bara hassið, það eru ekki sterkari fíkniefni á Grænlandi, sem betur fer getur maður sagt.“

Frétt mbl.is: Hass óhindrað um íslenskar hafnir

Segir Inga Dóra yfirvöld á Grænlandi stanslaust leitast við að vinna að úrbótum vegna vandans en síðasta sumar heimsótti þáverandi heilbrigðismálaráðherra Grænlands, ásamt fleiri fulltrúum, Sjúkrahúsið Vog og fleiri meðferðarheimili á Íslandi til að kynna sér starfsemina.

Hassið ekki vandamál á Íslandi

„Okkur þykir miklu líklegra að þessi efni hafi verið ætluð til Grænlands, það hefur verið undanfarið, hér höfum við varla orðið vör við hass, þessa brúnu köggla eins og þetta er. Hér virðist kannabisþörfin hafa verið mettuð með grasi,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.

Grímur segir kenninguna sem lögregla vinnur eftir í þessu tiltekna máli vera þá að efnin hafi komið frá Danmörku og ólíklegt þyki að þau séu úr íslenskri framleiðslu eða ætluð íslenskum markaði. „Það má kannski segja að blasi við að þessi leið, að hún sé kannski ágæt fyrir smyglara að nota,“ segir Grímur.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Golli

Íslenska lögreglan hefur verið í sambandi við tollgæslu og fíkniefnalögreglu á Grænlandi og unnið með þeim vegna málsins. Grímur segir ekki útilokað að í framhaldi af þessu máli kunni samvinna með Grænlendingum að vera aukin með einum eða öðrum hætti. „Það má vel vera,“ segir Grímur.

Horfa til Íslands

„Það er töluvert magn af hassi sem náttúrulega kemur inn í landið og það er vel vitað mál og það er mikil umræða um það alls staðar en líka í tengslum við að það er svo stór hópur notenda,“ segir þá Inga Dóra, „það er hræðilega stórt vandamál.“.

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins á Vogi, segist ekki vita til þess að Grænlendingar komi hingað til lands í meðferð að neinu gagni lengur, það sé liðin tíð. Áður var starfandi hér á landi meðferðarstöðin Von sem sérstaklega þjónustaði erlenda áfengis- og vímuefnaneytendur, þ.á m. Grænlendinga og aðra Norðurlandabúa, en henni var lokað fyrir um 10 árum að sögn Þórarins.

„Þá skildist mér á þeim að þeir væru svona að búa sig undir að gera eitthvert átak þar og mér skildist að það væri nú ekki mikið um meðferð þarna,“ segir Þórarinn um heimsókn grænlenskra ráðamanna til Íslands. „Þeir höfðu miklar áhyggjur af kannabisneyslu hjá ungu fólki.“

Fulltrúarnir sem heimsóttu Vog í fyrra höfðu á orði að sögn Þórarins að þeir horfi til Íslands hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Við höfum boðið þeim alla aðstoð en þeir auðvitað verða að byggja þetta upp sjálfir. En það er ekki gott ástand þarna held ég.“

Þarf að bæta úrræði vegna fíkniefna

Lars Emil Johansen, varaforseti Vestnorræna ráðsins, hefur einnig heimsótt meðferðarstofnanir SÁÁ og látið sig málið varða ásamt stjórnvöldum í Grænlandi. „Ég ráðlagði heilbrigðisráðherra okkar að heimsækja Ísland og hún raunar fór í heimsókn síðasta sumar. Síðan þá höfum við skipt um ríkisstjórn svo hún er ekki lengur heilbrigðisráðherra,“ segir Johansen.

Hassið kom að öllum líkindum frá Danmörku og var ætlað ...
Hassið kom að öllum líkindum frá Danmörku og var ætlað grænlenskum markaði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í dag er frítt að fara í meðferð á Grænlandi. „Ég veit að það eru engar stórfréttir fyrir ykkur á Íslandi en á Grænlandi er það mjög nýtt af nálinni að þú þurfir ekki að greiða krónu fyrir meðferðarþjónustu,“ segir Johansen. Enn sé þó meiri áhersla og meiri þekking til að aðstoða fólk sem glímir við áfengisvanda en bæta þarf úr hvað varðar þjónustu við fíkniefnaneytendur. Telur Johansen Grænlendinga geta lært margt af Íslendingum í þeim efnum.

„Áfengisneysla hefur verið stórt vandamál lengi og er enn, en það hefur dregist saman töluvert undanfarna áratugi. En við glímum enn við mikinn vanda, sérstaklega varðandi hass.“

„Ég held að það sé mjög góð hugmynd að vinna með Íslendingum og SÁÁ,“ segir Johansen. „Það er held ég mjög góð leið að horfa til þess hvernig Íslendingar vinna úr þessum vandamálum. Það er mitt ráð til okkar eigin ríkisstjórnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekið á gangandi vegfaranda

06:55 Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar í gærkvöldi. Tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 18.30. Meira »

Ölvuð með börnin í bílnum

06:52 Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíl á Höfðabakka í Reykjavík. Ökumaðurinn var ung kona og var hún handtekin grunuð um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án ökuréttinda Meira »

Kólnar í veðri

06:42 Í dag spáir Veðurstofa Íslands suðaustan, 5-13 m/s og rigningu á köflum. Vindur mun svo snúast í suðvestan 5-13 m/s uppúr hádegi með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert. Þá léttir til austanlands. Meira »

Komið verði upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk

05:58 Koma þarf upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk og fleiri áfangaheimilum þar sem það fær stuðning. Bæta þarf aðgengi að meðferð við vímefnavanda og uppræta biðlista. Þá þarf þessi hópur að fá aukin atvinnutækifæri sem henta honum. Meira »

4,3 stiga skjálfti í Bárðarbungu

05:43 Seint í gærkvöldi mældist 4,3 stiga jarðskjálfti í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar en engin merki eru um gosóróa. Meira »

Kaupa mun færri nýja bíla

05:30 Nokkrar af stærstu bílaleigum landsins hyggjast kaupa mun færri nýja bíla inn til landsins í flota sinn á þessu ári en þær gerðu á því síðasta. Þetta staðfesta forsvarsmenn fyrirtækjanna í ViðskiptaMogganum í dag. Meira »

26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki

05:30 Laun yfirstjórnar VR voru 54,2 milljónir króna á seinasta ári og hækkuðu úr 42,6 milljónum frá árinu á undan.  Meira »

Nefndin staðfestir allar synjanir SÍ

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur hafnað öllum kærum vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna liðskiptaaðgerða hjá Klíníkinni. Meira »

Verð á minkaskinnum lækkar aftur

05:30 Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshússins Kopenhagen Fur en þar selja íslenskir minkabændur afurðir búa sinna. Meira »

Segja ögrun ekki verða liðna

05:30 Ríkisstjórnin hefur ekki kjark til þess að leiðrétta þá óhæfu sem mikill munur á kjörum alþingismanna og forstöðumanna stofnana ríkisins, skv. ákvörðun kjararáðs, og launafólks hins vegar er. Meira »

Vill beint flug frá Keflavík til Kína

05:30 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist í samtali við Morgunblaðið vilja efla samstarf og samvinnu Íslands og Kína á ýmsum sviðum. Meira »

5-10% innblöndun hefur engin áhrif

05:30 Næstum engar breytingar sjást á 50 til 100 árum í stærð laxa, framleiðslu árinnar eða endurheimtum úr sjó þótt þangað gangi eldislax sem nemur 5-10% af stofni árinnar. Meira »

Byrjað að sópa götur og stíga

05:30 Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu.  Meira »

Kynntu hugmyndir sínar á íbúafundi

Í gær, 23:01 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld ásamt öðrum frambjóðendum flokksins. Meira »

Í farbanni vegna kókaíns í útvarpstæki

Í gær, 20:58 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta áframhaldandi farbanni, allt til 13. apríl, vegna gruns um að hafa átt aðild að flutningi fíkniefna til landsins frá Hollandi í desember í fyrra. Meira »

Andlát: Ingimundur Sigfússon fyrrv. sendiherra

05:30 Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu og fyrrverandi sendiherra, lést á líknardeild Landspítalans í fyrradag, 80 ára að aldri. Meira »

„Blaut þriggja prósentu tuska“

Í gær, 22:09 Ásakanir Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, eru dapurlegar og lítilsvirðing gagnvart kennurum. Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari sem er ein þeirra sem Ólafur sakar um „grímulausan áróður“ gegn kjarasamningnum sem grunnskólakennarar felldu í dag. Meira »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »
LAZY - BOY
Til sölu ekta gamall LAZY boy stóll frá hernum. Vel með farinn, eins og nýr. ...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...